Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Þú ert kveikjan

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið …

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Þú ert kveikjan Read More »

Magnús Helgason: RÓLON

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Magnús Helgason (1977) útskrifaðist frá listaháskólanum Aki í Hollandi árið 2001 og hefur síðan helgað sig tilraunakenndri kvikmyndalist og málaralist en síðastliðin ár hafa innsetningar orðið meira áberandi í listsköpun hans. Magnús notar fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað …

Magnús Helgason: RÓLON Read More »

Þórdís Erla Zoega: Hringrás

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Þórdís Erla Zoëga (1988) útskrifaðist með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2012. Að auki er hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum. Hún hefur sýnt m.a. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn, …

Þórdís Erla Zoega: Hringrás Read More »

Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Buxnadragt

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Buxnadragt er sýning á málverkum, myndasögum, þrívíðum verkum og bókum þar sem myndlistar- og tónlistarkonan Lóa H. Hjálmtýsdóttir leitast við að svara spurningunni: Hvernig er hægt að vera stórkostlegt sköpunarverk en á sama tíma svona hallærisleg manneskja með ranghugmyndir? Buxnadragtin, kvenkynsútgáfan af klassísk­um jakkafötum karla, er sett fram sem tákn um þá trú manneskjunnar, sem …

Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Buxnadragt Read More »

Unnar Ari Baldvinsson: Sjáðu mig!

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Laugardaginn 5. febrúar næst komandi, kl. 15:00, opnar Unnar Ari Baldvinsson sýninguna Sjáðu mig! Sýningin stendur til fimmtudagsins 17. febrúar og er opið í Gallery Port frá þriðju- til laugardags frá kl. 12:00 - 17:00. Sýningin “Sjáðu mig!” skoðar vörður og verndara öryggis á almannafæri, í náttúrunni eða útá sjó. Náttúrulegir litir - en einn …

Unnar Ari Baldvinsson: Sjáðu mig! Read More »

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson: Haugsuga-Dreifari

Kling & Bang The Marshall House, Grandagarður 20, Reykjavík

Helgi Hjaltalín opnar einkasýningu í Kling & Bang með glænýjum verkum, laugardaginn 5.febrúar milli kl.14 og 18.. Fjögurra þátta samtal Eftir Jón B. K. Ransu Í listgagnrýni samtímans berast raddir sem halda því fram að við séum ófær um að rýna í listaverk, hvort sem það er kvikmynd, tónlist eða myndlist, nema að láta það …

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson: Haugsuga-Dreifari Read More »

List í ljósi

Seyðisfjörður Seyðisfjörður, Seyðisfjörður

Ár hvert í Febrúar er List í ljósi haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða samfélags drifna og fjölskylduvæna listviðburði sem fara fram utandyra og er aðgangur ókeypis. Hátíðin umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra sem og erlendra listamanna. Fjölbreytni er í fyrirrúmi þar sem fyrirfinnast innsetningar, myndvörpun, gjörningar og upplifun á …

List í ljósi Read More »

Johan F Karlsson: Leið í gegnum sólarstein

Skaftfell- Center for Visual Art Austurvegur 42, Seyðisfjörður

Sýningin Leið í gegnum sólarstein byggist á listrænum rannsóknum á eiginleikum, sögu og notkun íslensks silfurbergs, sem er kristall og vel þekktur fyrir framlag sitt innan ljósfræðinnar og í tengslum við tilgátur um notkun hans sem siglingartæki. Með verkunum er sett fram tilraunakennd nálgun við viðfangsefnið; þau eru innblásin af ljósinu sem er einkennandi fyrir kristallinn …

Johan F Karlsson: Leið í gegnum sólarstein Read More »

Claire Paugam: Anywhere but Here

Mosfellsbær Art Gallery Kjarni, Þverholt 2, Mosfellsbær

Claire Paugam er frönsk listakona (f. 1991) sem býr og starfar í Reykjavík og er viðtakandi hvatningarverðlauna Myndlistarsjóðs (2020). Eftir útskrift úr MA-námi Listaháskóla Íslands 2016 hefur Claire haldið sýningar á ýmsum stöðum á Íslandi og erlendis svo sem á Moskvu-tvíæringnum fyrir unga listamenn (2016), á Ljósmyndahátíð Íslands í Gerðarsafni (2018) og D-sals einkasýningu í …

Claire Paugam: Anywhere but Here Read More »

Even a worm will turn

The Nordic House Sæmundargata 11, Reykjavík

Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars vegar. Hin mannmiðaða frásögn af samvist lífs á jörðinni varpar ljósi á mannfólkið …

Even a worm will turn Read More »

Þóra Sigurðardóttir: EFNI & RÝMI

Icelandic Printmakers Association Tryggvagata 17, Reykjavík

Á sýningunni eru ætingar, prentaðar af málmplötum á bómullarpappír og teikningar unnar á hörstriga. Opið kl. 14:00 – 17:00 þann 12.febrúar. Þóra Sigurðardóttir hefur sýnt verk sín reglulega á samsýningum og einkasýningum. Hún hefur starfað við listkennslu, sýningarstjórn og var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík um árabil. Hún rekur nú ásamt Sumarliða Ísleifssyni Sýningarrými að Nýp …

Þóra Sigurðardóttir: EFNI & RÝMI Read More »

Helgi Þorgils: Auga í naglafari

Portfolio Gallerí Hverfisgata 71, Reykjavík

Helgi Þorgils sýnir verk frá árunum 1977-1987. Sýningin ber heitið Auga í naglafari.

Andreas Brunner: I Had Cake for Breakfast

Gallerí Úthverfa Aðalstræti 22, Ísafjörður

MǪRSUGUR 2022 Andreas Brunner 17.02 - 28.02 2022 I HAD CAKE FOR BREAKFAST  2019 HD Video Fimmtudaginn 17. febrúar opnar sýning Andreas Brunner I HAD CAKE FOR BREAKFAST en hún er fjórða og síðasta sýningin í sýningarröðinni MǪRSUGUR 2022. Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi …

Andreas Brunner: I Had Cake for Breakfast Read More »

Messíana Tómasdóttir: Erkitýpur og vængjaðar verur

Gallery Grótta Eiðistorgi 11, Seltjarnarnes

Verið hjartanlega velkomin á myndlistarsýningu Messíönu Tómasdóttur ERKITÝPUR OG VÆNGJAÐAR VERUR í Gallerí Gróttu, frá 17. febrúar til 19. mars 2022. Verkin samanstanda af 18 textílverkum af vængjuðum verum og 16 erkitýpum, bæði sem veggskúlptúrum og leikbrúðum. Við opnun sýningarinnar verður flutt tónverk eftir Rory Murphy sem tileinkað er Erkitýpunum. Texta Oddnýjar Eir Ævarsdóttur syngur …

Messíana Tómasdóttir: Erkitýpur og vængjaðar verur Read More »

Sköpun bernskunnar 2022

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Þetta er níunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Þátttakendurnir vinna verk sem falla að þema sýningarinnar sem að þessu sinni er Fuglar …

Sköpun bernskunnar 2022 Read More »

Hildur Ása Henrýsdóttir: Marga hildi háð

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Hildur Ása Henrýsdóttir Sýningarstjóri er Linda Toivio Gallery Port, Reykjavík / 19. febrúar - 3. mars 2022 Opnun laugardaginn 19. febrúar frá kl. 16-18 Í Gallery Port, Laugavegi 32. Á einkasýningu sinni setur Hildur Henrýsdóttir myndlistarmaður, sem búsett er í Berlín, fram vandræðalega einhliða ástarsögu. Með því að leita persónulegrar samþykktar á öllum röngu stöðunum …

Hildur Ása Henrýsdóttir: Marga hildi háð Read More »

Í öðru húsi

Ásmundarsalur Freyjugata 41, Reykjavík

‘Í öðru húsi’ er samsýning Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur. Form sýningarinnar er híbýli. Höfundarnir draga upp vistarverur, ytri mörk og innri rými, en birta bara afmörkuð svæði. Verk höfundanna mætast í þessum senum og mynda framandlegan efnisheim sem formgerist í kunnuglegum sviðsetningum. Í verkum Hönnu Dísar, Guðlaugar Míu og Steinunnar …

Í öðru húsi Read More »

Tinna Gunnarsdóttir: Snert á landslagi – 66°05’35.2″N 18°49’34.1″W

Hafnarborg Center of Culture and Fine Art Strandgata 34, Hafnarfjörður

Á sýningunni verður sjónum beint að íslensku landslagi með það að markmiði að íhuga og endurskoða tengsl okkar mannanna við jörðina. Mannöldin er nýtt hugtak sem notað er um það jarðsögulega tímabil sem við nú búum við, þar sem áhrif mannkyns á jörðina eru orðin svo afgerandi að þau má skilgreina sem jarðfræðilegt afl. Afleiðingar …

Tinna Gunnarsdóttir: Snert á landslagi – 66°05’35.2″N 18°49’34.1″W Read More »

Birgir Snæbjörn Birgisson: Í hálfum hljóðum

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Í hálfum hljóðum samanstendur af málverkum eftir Birgi Snæbjörn Birgisson sem unnin eru á árunum 2015–2022. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma. Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki og engu er líkara en að litur verkanna sé að dofna og hverfa, sem kallar á nálægð …

Birgir Snæbjörn Birgisson: Í hálfum hljóðum Read More »

Melanie Clemmons: Boreal Crush Pack

Deiglan Kaupvangsstræti 23, Akureyri

Boreal Crush Pack Opnunarhóf laugardaginn 26. febrúar kl. 14 -17. Einnig opið sunnudag 27. febrúar kl. 14 – 17. Gestalistamaður Gilfélagsins Melanie Clemmons sýnir afrakstur dvalar sinnar. Stafrænir eignapakkar eða safn stafrænna skráa sem oft eru unnir í kringum ákveðið þema hafa aukist í vinsældum í tölvuleikjum eins og Fortnite og Roblox, sem og á …

Melanie Clemmons: Boreal Crush Pack Read More »

Hlynur Pálmason: Lament for a Horse

Svavarssafn Hafnarbraut 27, Höfn

Svavarssafn býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Harmljóð um hest næstkomandi laugardag, 26. febrúar, kl. 16. Hlynur Pálmason, myndlistar- og kvikmyndargerðarmaður er Hornfirðingum vel kunnur, en hann er best þekktur fyrir kvikmyndir sínar Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur. Ljósmyndaverkið Harmljóð um hest varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Verkið er …

Hlynur Pálmason: Lament for a Horse Read More »

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA!

OPEN Grandagarður 27, Reykjavík

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA! Eftir jól kemur útsala! Föstudaginn 4.mars kl. 17 – 20 opnar heljarinnar útsala með pomp og prakt í sýningarýminu Open að Grandagarði 27. Open hefur boðið stórum hópi listafólks að selja verk á þrusu afslætti og stendur útsalan yfir í lok þessa kortatímabils helgina 4. - 6 mars. Við erum að tala …

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA! Read More »

Joe Keys: Viðsnúningur

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Með sýningu sinni „Viðsnúningur“ teflir Joe Keys fram innsetningu úr viðarskúlptúrum. Skúlptúrarnir, sem eru úr eik, notast við einfalda innrömmunartækni sem aðferðafræði við að kanna hugmyndir um virkni og málamiðlanir, þegar listhluturinn er annars vegar og hins vegar sýningarrýmið. Á tveimur veggjum gallerýsins verða þrjú innrömmuð textaverk sem undirstrika bókstaflegar tilvísanir sýningarinnar.

Ragnhildur Jóhanns: Freistingin

The Heart of Reykjavík Laugavegur 12b, Reykjavík

Frá árinu 2020 hefur Ragnhildur Jóhanns með klippimyndum sínum tekið þátt í umræðum um femínisma, kvenréttindi, OnlyFans, klámiðnað, líkama kvenna, misnotkun á konum, aðgang að konum og pornógrafíu. Í verkum hennar hafa konur verið í forgrunni og þannig er það líka á þessari sýningu. Hún fjallar um sjálfsmyndir sem konur velja sér og þær sjálfsmyndir …

Ragnhildur Jóhanns: Freistingin Read More »

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag

Listval Hólmaslóð 6, Reykjavík

Guðrún Einarsdóttir hefur skapað einstakan myndheim sem sóttur er í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Verk hennar líkjast óneitanlega landslagsmálverki, en þegar nær er komið sýna þau súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist á einstakan hátt hin gífurlega orka náttúrunnar þar sem efniviður málverksins, olían, bindi- og …

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag Read More »

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir: Arfur

Þula Hjartartorg, Laugavegur 21, Reykjavík

Í hversdeginum smyr ég mér samloku þar sem kynslóðirnar blandast saman í majonesinu og ólík tímabil mannkynssögunnar hlaðast ofan á hvert annað. Kalkúnabringa, salatblað, tómatar og ostur. Ég fæ mér bita og hugsa um ömmur mínar og afa, landflutninga, Evrópu og innflytjendur. Um gróður, mold og steingervinga, listir og sögu mannkyns.   Arfur ég fæddist …

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir: Arfur Read More »

Krot & Krass: Viðarverk

Hverfisgallerí Hverfisgata 4, Reykjavík

Tvíeykið Krot & Krass sem samanstendur af þeim Birni Loka (f. 1991) og Elsu Jónsdóttur (f. 1990) opnar einkasýningu sína sem ber titilinn Viðarverk í Hverfisgalleríi á laugardaginn. Á sýningunni verða ný skúlptúrverk sem unnin eru í rekavið og steypu. Samhliða verkunum hefur Krot & Krass unnið rannsóknarskýrslu sem gefin er út sem sérstakt bókverk. …

Krot & Krass: Viðarverk Read More »