Nýleg aðföng

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Eitt af meginhlutverkum listasafna er að safna myndlist og miðla safneigninni. Því miður er ekkert fjármagn áætlað á fjárhagsáætlun Listasafnsins á Akureyri til kaupa á listaverkum og þannig hefur það verið í meira en áratug. Þetta stendur vonandi til bóta, enda mikilvægt að safna með reglubundnum hætti listaverkum sem endurspegla listasöguna. Listasafninu hafa aftur á …

Nýleg aðföng Read More »

Ann Noël: Teikn og tákn

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Ann Noël, fædd á Englandi 1944, hefur verið búsett í Berlín frá 1980. Bakgrunnur hennar er í grafískri hönnun, prenti, ljósmyndun, málun og gjörningum. Eftir útskrift úr grafískri hönnun 1968, frá Bathlistaakademíunni í Corsham, vann hún með Hansjörg Mayer í Stuttgart, en hann var einn af fyrstu útgefendum bókverka. Þessi reynsla kom sér vel þegar …

Ann Noël: Teikn og tákn Read More »

Karl Guðmundsson: Lífslínur

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Listferill Karls Guðmundssonar spannar nú rúmlega tvo áratugi. Hann hefur haldið einkasýningar frá 2000 og jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga. Karl hóf nám í Myndlistaskólanum á Akureyri fimm ára gamall undir handleiðslu Rósu Kristínar Júlíusdóttur og útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri 2007. Þau hafa unnið saman síðan.buy actos generic https://myindianpharmacy.net/actos.html over the counter Í …

Karl Guðmundsson: Lífslínur Read More »

Gjöfin til íslenzkrar alþýðu

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Það þóttu stórtíðindi þegar athafnamaðurinn Ragnar Jónsson, kenndur við Smára, ákvað að færa Alþýðusambandi Íslands málverkasafnið sitt að gjöf sumarið 1961. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Listaverkagjöf Ragnars – um 147 verk – lagði grunninn að Listasafni ASÍ og geymir verk margra …

Gjöfin til íslenzkrar alþýðu Read More »

Sköpun bernskunnar 2022

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Þetta er níunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Þátttakendurnir vinna verk sem falla að þema sýningarinnar sem að þessu sinni er Fuglar …

Sköpun bernskunnar 2022 Read More »

Sjónmennt 2022 – nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri

Það dylst engum sem skoðar verk þeirra myndlistarmanna og hönnuða sem brautskráðir eru að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum Myndlistaskólans á Akureyri að þar eru á ferð sterkir einstaklingar sem taka fag sitt alvarlega og hagnýta sér til fulls þá reynslu sem þeir hafa öðlast. Sjálfsskoðun er mikilvæg og gerir þá kröfu til nemandans …

Sjónmennt 2022 – nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri Read More »

Gústav Geir Bollason: Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

„Teiknimyndir og lifandi myndir af jurtaleifum, ryki og rusli. Einnig blendingshlutir sem jarðtengjast í hugmynd um mæli- og farartæki, sem og skjól eða holur sem verða til í skemmdu landslagi. Alls staðar er sandurinn, sýnilegur eða ósýnilegur: í steyptum veggjunum, sjóntækjunum, símanum, landfyllingunni. Hreyfingar blómanna í teiknimyndunum verða flöktandi í hröðuninni. Inn á milli mynda; ekkert. Tóm eða …

Gústav Geir Bollason: Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm Read More »

Svarthvítt

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Andstæður og ólíkir hlutir, viðhorf og sjónarhorn. Það sem skilur okkur að getur einnig tengt okkur saman. Fimm listamenn sem vinna með svart-hvítar ljósmyndir eiga verk á þessari sýningu. Listamennirnir nálgast viðfengsefnin á ólíkan hátt og myndefnin eru einnig margvísleg: landslag, fólk, sögur, staðir og stemning. Andstæður og ógnir, rólegheit og væntumþykja og fjölmargar birtingarmyndir …

Svarthvítt Read More »

Auður Lóa Guðnadóttir

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993) er myndlistarmaður sem leikur sér á landamærum hins huglæga og hlutlæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri og fígúratíft myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Auður Lóa leitast við að virkja sjálf listaverkin, ætíð þó sem fyrirbæri í sínu eigin félagslega …

Auður Lóa Guðnadóttir Read More »

Egill Logi Jónasson: Þitt besta er ekki nóg

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

„Það er maður, það er ungur maður, það er unglingur. Í stærsta herberginu í minnsta húsinu hangir mynd af ljóni. Ljónið heldur á minna ljóni. Það ljón heldur um halann á sér og myndar endalausa hringrás ráns og dýra. Fyrir utan gluggann blæs vindurinn sérstaklega kröftuglega á veru sem leitar skjóls í hálfbyggðu bakhúsi. Tónlistin …

Egill Logi Jónasson: Þitt besta er ekki nóg Read More »

Rebekka Kühnis: Innan víðáttunnar

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

„Ég hef alla tíð haft listræna þörf fyrir að leysa upp umhverfi mitt, eða í það minnsta að umbreyta því í eitthvað loftkenndara og óljósara. Ég upplifi íslenska náttúru sem ósnortna og ekki eins skilgreinda og afmarkaða eins og náttúruna í heimalandi mínu. Það er eins og allt sé kvikt og breytilegt og að ég …

Rebekka Kühnis: Innan víðáttunnar Read More »

KRISTINN G. JÓHANNSSON

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) er Akureyringur. Stúdent frá MA 1956. Nam myndlist á Akureyri, Reykjavík og Edinburgh College of Art. Lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn í tæpa fjóra áratugi. Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954, en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók …

KRISTINN G. JÓHANNSSON Read More »

A! Gjörningahátíð 6-9. okt á Akureyri

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 6.-9. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í áttunda sinn og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis er inn á alla viðburði. Alls taka 22 alþjóðlegir listamenn þátt í hátíðinni og koma frá Króatíu, Rússlandi, …

A! Gjörningahátíð 6-9. okt á Akureyri Read More »