Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld

Reykjavík Art Museum - Hafnarhúsið Tryggvagata 17, Reykjavík

Horft er til nærumhverfisins í starfi Listasafns Reykjavíkur á árinu 2021 með áherslu á að sýna þá grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Hafnarhúsið allt er vettvangur kraftmikillar sýningar á nýjum verkum ungra listamanna sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar. …

Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld Read More »

30×30

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Laugardaginn 4. september, kl. 16, opnar samsýningin 30x30 í Gallery Port. Á sýningunni kemur saman fjölbreyttur hópur listafólks, 30 manns, og sýna þrjátíu ný verk. Sýningin er framhald af sýningunni 20x20 en nú hafa bæst 10 listamenn. Verkin eiga reikningsdæmið 30x30 sameiginlegt, en hverjum svo í sjálfsvald sett hvernig útkoman er útsett. Útkoman er fjölbreytt …

30×30 Read More »

Viðnám

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám getur …

Viðnám Read More »

VÍDEÓ verk í fimm þáttum

Skaftfell- Center for Visual Art Austurvegur 42, Seyðisfjörður

Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Sýningarstjóri: Pari Stave