Kees Visser: Önnur sýning
Gallerí Úthverfa Aðalstræti 22, ÍsafjörðurLaugardaginn 28. ágúst kl. 16 verður opnun sýning á verkum Kees Visser í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,ÖNNUR SÝNING‘‘ en Kees Visser hélt síðast einkasýningu í þessu sama rými árið 1990 sem Myndlistarfélagið á Ísafirði rak og hét þá Slunkaríki. Á sýningunni verða tíu nýleg verk, blýantsteikning með bleki og vatnslitum og akrýlmálverk …