Sigurjón Ólafsson: Sjón er sögu ríkari

Sigurjón Ólafsson Museum Laugarnestangi 70, Reykjavík

Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, SJÓN ER SÖGU RÍKARI verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, laugardaginn 19.október kl. 15. Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir Sigurjón sem hann gerði á árunum 1933 – 1982. Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins sem hafa verið stækkuð og staðsett í opinberum rýmum svo …

Sigurjón Ólafsson: Sjón er sögu ríkari Read More »

Ásgrímur Jónsson: Korriró og dillidó

Hús Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 24, Reykjavík

Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan …

Ásgrímur Jónsson: Korriró og dillidó Read More »

Steina Vasulka: Of The North

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Steina (f. 1940) Of the North, 2001 Vídeóinnsetning LÍ 8075 Risastór vídeóinnsetning Steinu af Norðrinu frá árinu 2001 er áhrifamikið og töfrandi verk sem lætur engan ósnortinn. Að geta tekið upp hljóð og mynd í rauntíma opnaði nýjar víddir í heimi sjónlista á sjöunda áratug síðustu aldar. Þau hjónin Steina og Woody Vasulka komust í …

Steina Vasulka: Of The North Read More »

Halló, geimur

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti. Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands. Framúrstefnuleg verk Finns Jónssonar, sem fyrstur …

Halló, geimur Read More »

Ragnar Kjartansson: Sumarnótt

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Á björtum sumarmánuðum sýnir Listasafn Íslands vídeóinnsetninguna Sumarnótt (Death Is Elsewhere) eftir Ragnar Kjartansson sem hann tók upp á íslenskri nótt, þegar aldrei dimmir. Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk. Í Sumarnótt  er sótt á …

Ragnar Kjartansson: Sumarnótt Read More »

Fjársjóður þjóðar

Safnahúsið Hverfisgata 15, Reykjavík

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar listasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í húsinu er að finna listaverk frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni listamanna og gefst gestum hússins kærkomið tækifæri til að skoða mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar. Þann 1. mars 2021 var Safnahúsið afhent Listasafni Íslands. Það er …

Fjársjóður þjóðar Read More »

Guðmundur Thorsteinsson: Muggur

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Guðmundur Thorsteinsson 1891–1924 Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans. Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listaháskólann 1911–1915. Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en …

Guðmundur Thorsteinsson: Muggur Read More »

Ljósmyndahátíð Íslands

City of Reykjavík Reykjavík, Reykjavík

Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð sem haldin er í janúar annað hvert ár. Hátíðin var fyrst haldin árið 2012 og þá undir nafninu Ljósmyndadagar. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms. Á dagskrá hátíðarinnar eru ljósmyndasýningar með erlendum og íslenskum listamönnum, fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar og ljósmyndarýni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur skipuleggur ljósmyndarýnina og býður erlendum …

Ljósmyndahátíð Íslands Read More »

Sviðsett augnablik

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Staða ljósmyndunar sem listgreinar hefur eflst á síðastliðnum áratugum en lengi vel naut ljósmyndin ekki viðurkenningar sem fullgilt listaverk vegna fjölföldunareiginleika sem þóttu stangast á við hið …

Sviðsett augnablik Read More »

Birgir Snæbjörn Birgisson: Í hálfum hljóðum

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Í hálfum hljóðum samanstendur af málverkum eftir Birgi Snæbjörn Birgisson sem unnin eru á árunum 2015–2022. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma. Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki og engu er líkara en að litur verkanna sé að dofna og hverfa, sem kallar á nálægð …

Birgir Snæbjörn Birgisson: Í hálfum hljóðum Read More »

Viðnám

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám getur …

Viðnám Read More »

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Ekkert er víst nema að allt breytist

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og …

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Ekkert er víst nema að allt breytist Read More »

Margrét H. Blöndal: Liðamót

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Sýningin Liðamót / Ode to Join samanstendur annars vegar af teikningum gerðum með olíu og litadufti og hins vegar þrívíðum verkum sem Margrét H. Blöndal mun vinna beint inn í rými sýningarsalarins. Heiti sýningarinnar Liðamót  vísar í þá staðreynd að þar sem þrír eða fleiri liðir koma saman verður til hreyfing. Í verkum Margrétar mótast …

Margrét H. Blöndal: Liðamót Read More »

Skartgripir Dieters Roth

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði …

Skartgripir Dieters Roth Read More »

Nokkur nýleg verk

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn okkar Íslendinga og eitt af hlutverkum þess er að safna myndlist með það að markmiði að endurspegla sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tímaeins og segir í lögum um safnið. Safneignin er yfirgripsmikil og fjölbreytt. Elstu verkin eru frá 16. öld og þau yngstu innan …

Nokkur nýleg verk Read More »