Eilíf endurkoma

Reykjavík Art Museum - Kjarvalsstaðir Flókagata 24,, Reykjavík

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár. Skömmu eftir andlát Kjarvals ritaði Björn Th. Björnsson (1922-2007) listfræðingur grein þar sem hann fjallar um framlag Kjarvals til íslenskrar listasögu …

Eilíf endurkoma Read More »

Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld

Reykjavík Art Museum - Hafnarhúsið Tryggvagata 17, Reykjavík

Horft er til nærumhverfisins í starfi Listasafns Reykjavíkur á árinu 2021 með áherslu á að sýna þá grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Hafnarhúsið allt er vettvangur kraftmikillar sýningar á nýjum verkum ungra listamanna sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar. …

Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld Read More »

Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups

Reykjavík Art Museum - Kjarvalsstaðir Flókagata 24,, Reykjavík

Yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur. Verkin á sýningunni spanna rúmlega 20 ára feril Guðnýjar en sýningin er hluti af sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka og kynna feril mikilsverðra starfandi listamanna. Guðný Rósa hefur á ferli sínum leitað í umhverfi sitt og reynsluheim til innblásturs. Hún hefur unnið í …

Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups Read More »