Ferðastyrkir – Seinni úthlutun 2021

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur nú úthlutað ferðastyrkjum KÍM í annað skiptið af þremur á þessu ári og hafa alls 21 myndlistarmenn hlotið styrki til starfa, ferða og sýningarhalds erlendis. Styrkir KÍM á árinu nema að heildarupphæð 1.575.000 króna. Alls bárust 29 umsóknir og voru það 13 verkefni sem hlutu ferðastyrk að þessu sinni.

Styrkjum var veitt til fjölbreyttra verkefna, þar á meðal þátttöku í hátíðum, til einkasýninga og vinnustofudvala en verkefnin fara m.a. fram í Finnlandi, Leipzig, Noregi, Danmörk, Sviss, Berlín og víðar. Meðal verkefna sem hlutu styrki er t.d. vinnustofu- og sýningarverkefnið Samferða | Ingerlaaqatigiinneq | Journey, sem fer fram bæði á Íslandi og í Grænlandi. Markmiðið með verkefninu er að tengja listafólk á Íslandi og Grænlandi með vinnustofu í Sisimiut og Reykjavík og að lokum þátttaka í Nordic Festival í Nuuk á Grænalandi í október 2021.

Nánari upplýsingar um verkefni myndlistarmanna sem hlutu styrk er hægt að nálgast á heimasíðu miðstöðvarinnar hér