Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum og er hver styrkur upp á 75.000 kr.
Umsóknir eru teknar gildar að neðangreindum forsendum uppfylltum:
- Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi a.m.k. undanfarin fimm ár
- Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað
- Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi eða útgefanda
- Umsóknin skal vera send af listamanni, sýningarstjóra, eða fulltrúa stofnunar sem hyggst sýna verk listamannsins
- Verkefnið þarf að eiga sér stað á sama ári og umsókn er send inn
Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum.
- Valin ferilskrá með upplýsingum um menntun og sýningar
- Markmið ferðar
- Lýsing á verkefninu eða verkáætlun vegna vinnustofudvalar eða ferðalags
- Boðsbréf frá viðeigandi stofnun
Við mat umsókna eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:
- Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi
- Faglegur bakgrunnur umsækjanda
- Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu
- Gildi verkefnisins
Kynningarmiðstöðin óskar eftir upplýsingum um verkefnið eða sýningu til kynningar á heimasíðu.
Ef verkefnið / ferðalagið / útgáfan, verður ekki að veruleika af einhverjum orsökum, eða er seinkað, er styrkþega skylt að tilkynna það til miðstöðvarinnar svo mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.
Umsóknarfrestir eru eftirfarandi:
1. febrúar fyrir verkefni á tímabilinu febrúar – maí
1. júní fyrir verkefni á tímabilinu júní – september
1. október fyrir verkefni á tímabilinu október -janúar
Fyrri úthlutanir
2022
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
Vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien
Anna Rún Tryggvadóttir
Einkasýning í Gallerí Guðmundsdóttir, Berlín
Claudia Hausfeld
Sýning og vinnustofudvöl í Trykkeriet, Bergen
Diljá Þorvaldsdóttir
Stofnun alþjóðlegs sýningarrýmis fyrir hinsegin konur, Fíladelfíu, BNA
Hildur Henrysdóttir
Sýning í Hosek Gallery, Berlín
Hrefna Hörn Leifsdóttir
Vinnustofudvöl í PAF, Frakklandi og undirbúningur sýningar í Jir Sandel í Kaupmannahöfn
Kristbergur Ó. Pétursson
Einkasýning í Stichting WG Kunst í Amsterdam
Páll Haukur Björnsson
Sýning í Center of Centemporary Art í Torun, Póllandi
Ragnheiður Gestsdóttir
Vinnustofudvöl í European Ceramic Work Center, Hollandi
Rúrí
Þátttaka í pallborðsumræðum í Anchorage Museum í Alaska, BNA
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Einkasýning í Visningsrommet USD, Bergen
Sindri Leifsson
Þátttaka í sýningunni Common Ground í Póllandi
Bókverkahópurinn Arkir
Bókverkasýning í Galleri Ertreé í Bergen
2021
Sigríður Björg Sigurðardóttir
Sýning í Sarajevo
Borghildur Indriðadóttir
The Point is the Moon and this is, Hosek Contemporary Berlín
Ósk Vilhjálmsdóttir
Róskusýning í Róm, Stalker og Suðurlandstvíæringur
Arnar Ásgeirsson
Listamannadvöl í Artwell resídensíunni í Amsterdam
Karlotta Blöndal Kjarvalsstofa – Þræðir
Nína Óskarsdóttir
Vinnustofudvöl í Clermont-Ferrand, Frakklandi
Carissa Soft Machine
Solo Exhibition of Experimental Glass Designs at GlassMuseet Ebeltoft, DK
Bergur Anderson
Verpejos listamannarekin vinnustofudvöl
Anna Hallin
Vinnustofudvöl og sýning í Finnlandi
Antonía Bergþórsdóttir
Samferða | Ingerlaaqatigiinneq, Grænlandi
Atli Bollason
Vinnustofudvöl í Leipzig International Art Programme
Bryndís Björnsdóttir
Vinnustofudvöl í VERY Project Space, Berlín
Carl Boutard
Vinnustofudvöl í EKWC, Hollandi
Elín Hansdóttir
Vinnustofudvöl í Kuenstlerhaus Bethanien, Berlín
Elísabet Gunnarsdóttir
Þáttak í pallborðsumræðu og útgáfa í Gallerie im Körnerpark, Berlín
Fritz Hendrik Berndsen
Sýningin Puls – islandsk samtidkunst í Bærum Kunsthall, Osló, Noregi
Hlynur Helgason
The art truck—a traveling photographic studio
Hrafn Jónsson
Einkasýning Skrölt III í Copenhagen Photo Festival
Olga Soffía Bergmann
Vinnustofudvöl og sýning í Finnlandi
Wiola Ujazdowska
Vinnustofudvöl í Kjarvalsstofu, Paris
Yelena Arakelow
Samferða | Ingerlaaqatigiinneq | Journey, Grænlandi
TBA
2020
Baldvin Einarsson
Vinnustofudvöl, Arteventura
Bjargey Ólafsdóttir
Sýning What shall I love if not the Enigma? ISSP, Riga, Lettland
Elín Elísabet Einarsdóttir
Listamannsdvöl í Panama – La Wayaka Current
Freyja Eilíf
Vinnustofudvöl í Kjarvalsstofu, París
Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir
Sýning í Gallery Guðmundsdóttir, Linienstrasse 230A, 10178 Berlin
Kristín Karólína Helgadóttir
Vinnustofudvöl, Arteventura
Ólöf Nordal
Vinnustofa og sýning, Poem around a Rock og Lusus naturae
Örn Alexander Ámundason
Sýning, Sticky Flowers í Celsius Projects, Malmö
Orri Jónsson
Vinnustofudvöl í Kjarvalsstofu, París
Sara Björg Bjarnadóttir
Resedensía og sýning í A-DASH, Aþena
Sveinn Fannar Jóhannsson
The Riga Photography Biennial – Riga Art Space, Riga
Thora Sigurdardottir
Vinnustofudvöl, BBK Berlin Bethanien, Berlín
Valgerður Sigurðardóttir
Vinnustofudvöl, Arteventura
Sýning
HEAD TO HEAD
Indriði Arnar Ingólfsson
Sýning
María Dalberg
Sýning
Ragnheiður Gestsdóttir
Sýning