Ferðastyrkir

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum og er hver styrkur upp á 75.000 kr.

Hverjir geta sótt um?

Umsóknir eru teknar gildar að neðangreindum forsendum uppfylltum:

 

 • Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi a.m.k. undanfarin fimm ár
 • Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað
 • Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi eða útgefanda
 • Umsóknin skal vera send af listamanni, sýningarstjóra, eða fulltrúa stofnunar sem hyggst sýna verk listamannsins
 • Verkefnið þarf að eiga sér stað á sama ári og umsókn er send inn
Fyrir hvað er styrkt?

Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum.

Umsóknin
 • Valin ferilskrá með upplýsingum um menntun og sýningar
 • Markmið ferðar
 • Lýsing á verkefninu eða verkáætlun vegna vinnustofudvalar eða ferðalags
 • Boðsbréf frá viðeigandi stofnun
Mat umsókna

Við mat umsókna eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:

 

 • Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi
 • Faglegur bakgrunnur umsækjanda
 • Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu
 • Gildi verkefnisins
Styrkhafar

Kynningarmiðstöðin óskar eftir upplýsingum um verkefnið eða sýningu til kynningar á heimasíðu. 

 

Ef verkefnið / ferðalagið / útgáfan, verður ekki að veruleika af einhverjum orsökum, eða er seinkað, er styrkþega skylt að tilkynna það til miðstöðvarinnar svo mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Umsóknarfrestir

Umsóknarfrestir eru eftirfarandi:

 

1. febrúar fyrir verkefni á tímabilinu febrúar – maí
1. júní fyrir verkefni á tímabilinu júní – september
1. október fyrir verkefni á tímabilinu október – nóvember