Out There

Hvað er að gerast í íslenskri myndlist í dag? Hver eru viðfangsefni hennar og tilgangur? Hvernig hefur myndlistin þróast í gegnum árin og hvert stefnir hún? Þetta og fleira er viðfangsefni Becky Forsythe þegar hún heimsækir vinnustofur listamanna, listamannrekin rými, gallerí og söfn og gefur hlustendum innsýn inn í senuna, safnastarfið og sköpunarferlið. Hlaðvarpinu er ætlað að endurspegla tíðarandann í tíma og rúmi, hér og nú.

Hlaðvarpið er framleitt af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.

Seria 1

Kynning

Hvað er að gerast í íslenskri myndlist í dag? Hver eru viðfangsefni hennar og tilgangur? Hvernig hefur myndlistin þróast í gegnum árin og hvert stefnir hún? Þetta og fleira er viðfangsefni Becky Forsythe þegar hún heimsækir vinnustofur listamanna, listamannrekin rými, gallerí og söfn og gefur hlustendum innsýn inn í senuna, safnastarfið og sköpunarferlið. Hlaðvarpið er ætlað að endurspegla tíðarandann í tíma og rúmi, hér og nú.

Þáttur 1: Markús Þór Andrésson

Becky Forsythe sest niður með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Þáttur 2: Claire Paugam

In this episode Claire Paugam, a multidisciplinary French artist based in Reykjavík, shares her practice, themes and experiences from within the studio. An active board member of the Living Art Museum and community, Claire is the current recipient of the Motivational Award of the Year. This recognition is given by the Icelandic Art Prize to an emerging artist who has contributed significantly to the local art scene through their generous practice.

Þáttur 3: Guðjón Ketilsson

Guðjón Ketilsson is the current recipient of the Artist of the Year award from the Icelandic Art Prize. In this episode we meet him in the studio in downtown Reykjavík. We discuss early memories of art, his first solo exhibition, school abroad and specific works that span his over thirty-year practice. Guðjón’s experience of emerging into an art scene with the raw presence of the avant-garde gives inside perspective into a specific and vibrant time in Icelandic art.

Þáttur 4: Lucky 3, Lucky Me?

Seria 2

Snæbjörnsdótir/Wilson

Nú er fyrsti þáttur annarrar seríu ‘Out There’, hljóðvarpi Icelandic Art Center komið út. Becky Forsythe hefur nú fengið Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur sér til liðs. Í þessum þætti eiga Becky og Tinna í samtali við Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Þau Bryndís og Mark, einnig þekkt undir sameiginlega listamannsnafninu Snæbjörnsdóttir/Wilson, eru samstarfsaðilar í myndlist. Í rúma tvo áratugi hafa þau rannsakað á þverfaglegan hátt samskiptamynstur og tengsl milli manna og þess sem gæti talist handan mannsins; dýra, plantna og landslags innan samhengis loftslagsbreytinga. Mark og Bryndís telja að rannsóknaraðferðir myndlistar með sínum síbreytilegu rannsóknaraðferðum, hafi einstöku hlutverki að gegna til þekkingarsöfnunar.

Að lokum segir Tinna áheyrendum þáttarins einnig frá Listahátíð Reykjavíkur sem er nú í fullum gangi.