Í dag er Fimmtudagurinn langi

Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Söfn og sýningarstaðir í miðbænum bjóða upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld mánaðarins. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar myndlistasýningar, kíkja á vinnustofur listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlistarsenu miðborgarinnar! Verið öll velkomin!

Dagskrá má finna á www.fimmtudagurinnlangi.is

Heimasíðan www.fimmtudagurinnlangi.is er hönnuð af Chris Petter Spilde.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur umsjón með Löngum fimmtudegi. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.