Frestur til miðnættis 16.júni 2021
Rubert Residency kallar eftir umsóknum frá listamönnum, rithöfundum, sýningarstjórum eða fræðimönnum á sviði myndlistar. Spennandi tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að dvelja í Vilnius í 1-3 mánuði (1. janúar – 31. desember 2022) til að vinna að verkefnum, hvort sem um er að ræða einstaklings- eða stærri samstarfsverkefni, á sviði samtímalistar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Rubert Residency
Umsækjendur eru hvattir til að tilgreina í umsókn sinni hvort fyrirhuguð tillaga byggir á rannsóknarmiðuðu efnistökum eða framleiðslu verka sem kallar á sérstök úrræði. Viðfangsefni umsækjenda eru engin mörk sett en hvatt er til að gestir vinnustofunnar kynni sér staðarhætti og samtímalist borgarinnar.
Nánar um umsóknarferlið:
Umsóknargjald er 15 €. Hægt er að greiða með PayPal í gegnum vefsíðu Ruperts fyrir miðnætti miðvikudaginn 16. júní 2021. Einnig er hægt að koma á millifærslu ef umsækjandi er ekki með Paypal reikning.
Eftirfarandi gögnum þarf að skila í einu PDF skjali (max 15 mb).
-Fylla þarf út umsóknareyðublað (Download here)
-CV
-Ferilskrá (má ekki innihalda fleiri en 5 verk)
-Greiðslukvittun umsóknargjalds
Rupert gestavinnustofan er staðsett við ána Neris, nálægt lítilli strönd og umkringd friðsælli náttúru. Búsetustúdíóin þrjú eru staðsett í húsi sem hannað var af margverðlaunuðum litháískum arkitekt, Audrius Ambrasas og hýsir fjölda annarra skapandi greina. Hver gestur er með vinnustofurými (u.þ.b. 52 fermetrar) til að nota sem framleiðslu- og rannsóknarrými meðan á búsetu stendur. Vinnustofan er fullbúin húsgögnum og WiFi. Í húsinu er einnig lesstofa, ráðstefnusalur og eldhús, sem öll eru opin íbúum til notkunar.