Out There – Hlaðvarpsþáttur 5: Andri Snær Magnason í samtali við Katie Paterson

Í þessum fimmta hlaðvarpsþætti ræðir Andri Snær Magnason, rithöfundur við myndlistarkonuna, Katie Paterson um heiminn sem við búum í og þær skelfilegu afleiðingar sem stafar af hegðun mannkynsins og jafnframt hvernig list getur verið máttur breytinga.

Katie Paterson er ein af leiðandi myndlistarmönnum samtímans. Sýningin hennar„Jörðin geymir marga lykla“sem sýnd var í Nýlistasafninu fyrr á árinu er vísun í ljóð eftir Emily Dickinson. Titillinn gefur til kynna að jörðin sé grundvöllur þekkingar okkar á náttúrunni, tímanum, alheiminum og okkur sjálfum.

„Jörðin geymir marga lykla“ endurspeglar takmarkalausa forvitni listamansins, sem oftar en ekki vinnur með vísindamönnum og fræðimönnum um heim allan til að gægjast út fyrir sjóndeildarhring okkar. Á sama tíma eru verk Katie Paterson brýn áminnin og skora á okkur að endurhugsa samband okkar við náttúruna.

Andri Snær Magnason er íslenskur rithöfundur og heimildarmyndaleikstjóri. Nýjasta bók hans, Um tímann og vatnið, fjallar um hörmungar loftlagsbreytinga og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Hlaðvarpið er framleitt af Nýlistasafninu í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.