Þriðji þáttur annarrar seríu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar Myndlistar Out There er kominn út! Í þættinum er spjallað við Sigurð Guðjónsson. Becky og Þórhildur Tinna ræddu við Sigurð um þátttöku hans í Feneyjatvíæringinum í ár, sem ber titillinn Ævarandi hreyfing. Einnig litu þau yfir feril Sigurðar sem og tvær sýningar á döfinni hjá honum í október, það er Ævarandi hreyfing í BERG Contemporary og Leiðni sem opnar í Listasafni Reykjavíkur og er sýningastýrt af Mónica Bello.
Í öllu höfundarverki Sigurðar ber mikið á samspili hljóðs og efnis. Verkið Ævarandi hreyfing inniheldur hljóðheim sem Sigurður og tónlistarmaðurinn Valgeir Sigurðsson hafa þróað saman, hljóðverkið fyllir upp í rými skálans, umlykur gestina þegar þeir koma inn og skapar þannig dýpri tengsl við tíðni járnryksins sem hreyfist og titrar á skjánum.
Í tilefni opnunar Íslenska skálans í Feneyjum, kom út ný sýningarskrá um feril og listsköpun Sigurðar Guðjónssonar. Bókin er hönnuð af Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur hjá Studio studio á Íslandi og gefin út af Distanz-útgáfufyrirtækinu í Berlín. Í útgáfunni má sjá myndir af innsetningunni Ævarandi hreyfing, auk valinna nýlegra og eldri verka Sigurðar auk greinar eftir Mónicu Bello. Sem er fáanleg í safnbúðum Listasafni Reykjavíkur.
Out There hljóðvarpið er framleitt af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Í þættinum eiga Becky og Tinna í samtölum við fjölmarga listamenn, sýningastjóra og aðra sérfræðinga innan myndlistar á Íslandi.
Hlustaðu á hljóðvarpið í fullri lengd á Spotify aðgangi okkar eða hér á heimasíðunni.
Hlekkir:
Instagram og heimasíða Sigurðs Guðjónssonar
Instagram og heimasíða Íslenska skálans
/
Stilla úr verki í eigu Sigurðar Guðjónssonar