Sequences XI kunngjörir listrænar áherslur og yfirskrift

Dagana 13.-22. október næstkomandi fer alþjóðlega Seqences myndlistarhátíðin fram í Reykjavík í ellefta skipti. Yfirskrift hátíðarinnar er „Can´t See“ og samanstendur dagskráin meðal annars af sýningum, gjörningum, fyrirlestrum, gönguferðum. Seqences XI mun leiða saman gesti á árstíðaskiptum, þegar daginn tekur að stytta, og þjóna sem vettvangur til orku- og skoðanaskipta.

Innblástur „Can´t See“ er fengin úr verki eftir listamann sem tekur þátt í hátíðinni. Yfirskriftin vísar í óvissu samtímans og vangetu, eða viljaleysis, til að sjá bæði fjölbreytileika lífsins og sívaxandi ógn vistfræðilegra hörmunga. Sýningarstjórar hátíðarinnar eru Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk og Sten Ojavee. Þau starfa við Eistnesku samtímalistamiðstöðina CCA. Seqences XI hátíðin mun þjóna sem farkostur um himinhvolf jarðarinnar og um jaðar umbreytinga.

Nánari upplýsingar má lesa á vefsíðu Sequences