SÍM SALURINN 2021 – OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

SÍM auglýsir nú eftir umsóknum frá félagsmönnum sem hafa áhuga á að halda sýningu í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, á næstkomandi ári. Tímabilið sem um er að ræða er janúar – desember 2021.

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 23. október 2020 – ekki er tekið við umsóknum sem berast að umsóknarfresti liðnum.

Félagsmenn eru hvattir til þess að senda inn umsókn um sýningarhald; að hámarki eina blaðsíðu af texta, 3-5 myndir af verkum og ósk um sýningartíma. Umsóknir berist í tölvupósti til: sim@sim.is, en frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti föstudaginn 23.október 2020.

Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast um það bil viku eftir lok umsóknarfrests.

Skilyrði og aðrar hagnýtar upplýsingar vegna sýningar í SÍM salnum má lesa hér.