Tilkynning: LungA skólinn x Kling&Bang

Tilkynning til umsækjenda í LungA Skólann vetur/vor 2023 sem eru búsettir á Íslandi

Það gleður LungA og Kling & Bang að tilkynna nýjan námsstyrk fyrir LungA skólann sem er í boði fyrir umsækjendur sem hafa búsetu á Íslandi. Þau munu vinna í samstarfi við Kling & Bang að því að velja og veita tveimur umsækjendum styrk til að sækja skólann vorönn 2023.

Tveir umsækjendur verða valdir af nefnd sem Kling & Bang skipar til að fá 200.000 kr námsstyrk.

LungA skólinn og Kling & Bang deila þeirri ástríðu að efla listiðkun og þroska á upphafsárum listnemenda. Þau vonast eftir því að styðja og efla mikilvægi menningarlegs og listræns þroska á frumstigi sem leiðir af sér frjóan jarðveg fyrir listafólk að vinna við. 

Ef þú býrð á Íslandi og hefur áhuga á listnámi – sæktu um hér https://www.lungaschool.is/art.html

Umsóknafrestur 6 nóvember