Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Myndlistarráð stendur nú í fimmta skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.  

Tilnefndir listamenn til myndlistarverðlauna ársins eru:

Carl Boutard fyrir sýninguna sína Gróður Jarðar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni.

Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Tegundagreining í Listasafni Reykjanesbæjar.

Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir fyrir sýninguna þeirra Feigðarós í Kling & Bang.

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri.

Tilnefningar til hvatningarverðlaunanna eru:

Lucky 3 hópurinn sem samanstendur af þeim, Dýrfinnu Benitu, Darren Mark og Melanie Ubaldo.

Myndlistartvíeykið Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka.

Guðrún Tara Sveinsdóttir.

Greint verður frá því hver af þessum fjórum hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 17. mars 2022. 

Carl Boutard er tilnefndur fyrir sýninguna Gróður jarðar í Ásmundarsafni. Náttúran og tengsl mannsins við hana er megininntak listar hans. Á sýningunni flutti listamaðurinn náttúruna inn í sýningarrýmið með nýjum og nýlegum verkum í samtali við valin verk Ásmundar Sveinssonar (1893–1982).

Carl Boutard (f. 1975) lauk MFA námi frá Lista­ háskólanum í Malmö og BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur auk þess lokið BA námi í arkitektúr frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Carl hefur verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis og er lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Steingrímur Eyfjörð er tilnefndur fyrir sýningu sína Tegunda­ greining í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningunni var ætlað að skýra kveikjuna að mynd­ sköpun hans. Verkin skiptast niður / tegundagreinast í átta flokka: Hið ósnertanlegaArfurinn, Heimur kvennaGagnrýniGuðs eigið landKellinginDecodeComix og eru þau elstu frá árinu 1975 og þau yngstu frá 2021.

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) á að baki langan listferil og hefur verið afar virkur í íslensku myndlistarlífi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur margoft unnið til verðlauna fyrir list sína, m.a. Sjónlistaverðlaunin 2008 og Menningarverðlaun DV 2002, einnig var hann tilnefndur til Carnegie Art Award verðlaunanna 2004 og 2006. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2007.

Anna Hrund, Ragnheiður og Steinunn eru tilnefndar fyrir sam­ starfsverkefnið og sýninguna Feigðarós í Kling og Bang. Sýningin býður áhorfandanum að stíga inn í tilraunakennt landslag sem kallast á við hugmyndir um náttúru og mennska íhlutun. Verkið er myndbirting dystopískrar fantasíu sem áhorfendum er boðið inn í en einnig minnisvarði um þá leikgleði, samveru og samræður sem áttu sér stað á milli listakvennanna þriggja við gerð sýningarinnar.

Anna Hrund Másdóttir (f. 1981) lauk BS námi í stærð­ fræði við Háskóla Íslands árið 2006 og BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2010. Árið 2016 útskrifaðist hún með MFA gráðu frá California Institute of the Arts. Anna hefur verið ötul við sýningarhald á Íslandi síðustu árin en hún býr og starfar í Reykjavík.

Ragnheiður Káradóttir (f. 1984) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis en Ragnheiður býr og starfar í Reykjavík.

Steinunn Önnudóttir (f. 1984) lauk BA námi í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Academie árið 2009, og BA námi í myndlist (Audiovisuel) árið 2011 frá sama skóla. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Frá árinu 2014 hefur Steinunn rekið sýningarrýmið Harbinger og hún er jafn­ framt hluti af útgáfusamstarfinu In Volumes sem einbeitir sér a ð útgáfu bókverka.

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson eru tilnefnd fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarverkefnisins Ísbirnir á villigötum sem þau hafa unnið í samvinnu við sérfræðinga á sviði þjóðfræði, náttúru- og umhverfisfræði. Verkefnið snýst um að auka þekkingu á tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum hamfarahlýnunar. Til þess er sjónum beint að hvítabjörnum á Íslandi í fortíð og nútíð. Verkin á sýningunni varpa ljósi á spurningar um náttúruvernd, skoða frásagnir af árekstrum fólks og hvítabjarna í gegnum tíðina og hvað það er sem gerist þegar þessi tvö rándýr mætast.  

Bryndís H. Snæbjörnsdóttir (f. 1955 ) er prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún sótti menntun sína á sviði myndlistar til Skotlands og síðar til Svíþjóðar. Hún lauk bæði grunn­ og framhaldsprófi í myndlist frá Glasgow School of Art. Bryndís lauk doktorsprófi frá háskólanum í Gautaborg árið 2009.

Mark Wilson (f. 1954) er prófessor í myndlist við Háskólann í Cumbria í Bretlandi. Hann lauk grunnnámi í mynd­ list frá Háskólanum í Sunderland og árið 2013 hlaut hann doktorsgráðu frá Háskólanum í Lancaster.

Lucky 3 er hópur sem samanstendur af þremur listamönnum sem rekja uppruna sinn til Filippseyja; þeim Dýrfinnu Benitu Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. 

Darren Mark (f. 1993) útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann vinnur aðallega við fatahönnun þar sem hann setur nýjar flíkur saman úr gömlum.

Dýrfinna Benita Basalan (f. 1992) vinnur sem mynd­ listarmaður en einnig sem tónlistarkonan Countess Malaise. Hún útskrifaðist með BA í myndlist og hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2018. Dýrfinna vinnur með fjölbreytta miðla og tekst gjarnan á við sjálfsmynd, samfélag og einsemd.

Melanie Ubaldo (f. 1992) útskrifaðist með BA í mynd­ list frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og leggur nú stund á MA nám við sama skóla. Í verkum Melanie eru myndefni og texti ein heild. Textinn vísar í hennar eigin reynslu af fordómum og áhrif fordóma á þá sem fyrir þeim verða og valdið sem í þeim felst.

Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka eru tilnefnd fyrir samvinnuverk sín. Þau koma bæði frá Lettlandi og hafa starfað saman gegnum árin og verið virk í íslensku myndlistar- og menningarlífi. Í sameiginlegum verkum sínum tekst þeim að koma til skila skýrri sýn sem ræðst á skilningarvitin og skilur eftir sterk hughrif. 

Þau eru bæði útskrifuð frá Listaháskóla Íslands, Klāvs með BA gráðu í samtímadansi og Renāte með BA gráðu í myndlist.

Guðrún Tara Sveinsdóttir er að stíga sín fyrstu skref í sýningarhaldi hérlendis en hefur þegar skapað sér sérstöðu í list sinni. Hún vinnur með gjörninga og skúlptúra sem gangast við því að rannsaka pólitíska samfélagsmeðvitund og afstöðu einstaklingsins gagnvart hlutheiminum. 

Guðrún Tara Sveinsdóttir (f. 1987) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015. Hún hóf MA nám í myndlist 2016 og skipti árinu á milli Reykjavíkur og Bergen. Árið 2020 lauk hún MA námi í skapandi heimildamyndagerð við Den Norske Filmskolen.

Íslensku myndlistarverðlaunin fara fram fimmtudaginn 17. mars 2022 í Iðnó. Myndlistarráð veitir mun auk þess veita fjórar viðurkenningar: 


Viðurkenningfyrir útgefið
 efni á sviði myndlistar hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.  


Áhugaverðasta endurlitið er veitt safni, sýningarými, hópi og/eða sýningarstjóra sem staðið hefur að einstaklega vel heppnaðri sýningu hér á landi á erlendri eða innlendri myndlist þar sem ljósi er varpað á listrein, stefnu, hóp eða einstakling.  


Áhugaverðasta samsýningin er veitt sýningarými, myndlistarhátíð, hópi og/eða sýningarstjóra sem staðið hefur að samsýningu á myndlist sem talin er hafa skarað fram úr á sýningar vettvangi hér á landi. 


Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. 

Photos: Margrét Seema Takyar