Umræðuþræðir: Maria Hlavajova

Fyrsti gestur Umræðuþráða árið 2023 er Maria Hlavajova, listrænn stjórnandi BAK, basis voor actuele kunst, í Utrecht, Hollandi. Það er mikill fengur fyrir íslenskt listalíf að fá hana til landsins og halda hér fyrirlestur, enda hefur hún að baki áralangan feril sem sýningarstjóri og rannsakandi. Maria kallar erindi sitt „Hvorki von né örvænting: Hugsað um, með og gegnum myndlist á tímum viðvarandi krísu.“
Umræðuþræðir fara fram á ensku.

Fyrirlestur á Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi

23. febrúar kl. 20:00

Skráning: http://bit.ly/3YclYlc

Maria Hlavajova er skipuleggjandi, rannsakandi, kennari, sýningarstjóri og stofnandi og listrænn stjórnandi BAK, basis voor actuele kunst, Utrecht (frá 2000). Á árunum 2008 til 2016 var hún listrænn stjórnandi samstarfsrannsókna-, sýningar- og fræðsluverkefnisins FORMER WEST, sem náði hámarki með útgáfunni Former West: Art and the Contemporary After 1989 (sem hún ritstýrði ásamt Simon Sheikh, 2016). Hlavajova hefur komið á fót og skipulagt fjölda verkefna hjá BAK og víðar, þar á meðal röðina Propositions for Non-Fascist Living (2017–áframhaldandi), Future Vocabularies (2014–2017), New World Academy (með Jonas Staal, 2013–2016), ásamt mörgum öðrum alþjóðlegum rannsóknum, sýningum og útgáfuverkefnum. Hún býr og starfar í Amsterdam og Utrecht.
Umræðuþræðir eru gestadagskrá sem unnin er í samstarfi Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands með stuðningi Íslandsstofu. Frá árinu 2012 hefur úrval virtra alþjóðlegra listamanna, sýningarstjóra og gagnrýnenda tekið þátt.


Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.