Umsóknarfrestur um ferðastyrki rennur út 1. október

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum og er hver styrkur upp á 75.000 kr.

Við mat umsókna eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:

  • Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi
  • Faglegur bakgrunnur umsækjanda
  • Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu
  • Gildi verkefnisins

SÆKJA UM