Í mars síðastliðinn stóð Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ásamt sendiráðinu í Berlín og Künstlerhaus Bethanien fyrir stafrænu listamannaspjalli við Huldu Rós Guðnadóttir, Önnu Rún Tryggvadóttir, og Styrmir Örn Guðmundsson undir stjórn rit- og sýningarstjórans Cassöndru Edlefsen Lasch, sem búsett er í Berlín.
Í spjallinu gáfu myndlistarmennirnir áhorfendum innsýn inn í störf sín, hugleiðingar og viðfangsefni. Þá eiga listamennirnir það allir sameiginlegt hafa hafa sótt vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien í Berlín og deila reynslu sinni af því hvernig slík dvöl getur haft jákvæð áhrif á listrænan feril listamnna.
Viðburðurinn var skipulagður af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og sendiráði Íslands í Berlín í samvinnu við Künstlerhaus Bethanien, með frekari stuðningi frá Business Iceland.
The event was arranged by the Embassy of Iceland in Berlin in cooperation with Künstlerhaus Bethanien in Berlin and the Icelandic Art Center in Reykjavik, with further support from Business Iceland.