Summa & Sundrung

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Sýninging Summa & Sundrung teflir saman verkum eftir Gary Hill, Steinu Vašulka og Woody Vašulka. Markmiðið er að sýna fram á sameiginleg einkenni í listsköpun þeirra snemma á ferlinum og síðan hvernig þau héldu í ólíkar áttir hvað varðar konsept, framkvæmd og pælingar í túlkun sinni á hinu efnislega og óefnislega, einnig er farið í …

Summa & Sundrung Read More »

Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Tengslamyndun milli austurs og norðurs. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við …

Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Read More »

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Þú ert kveikjan

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið …

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Þú ert kveikjan Read More »

Magnús Helgason: RÓLON

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Magnús Helgason (1977) útskrifaðist frá listaháskólanum Aki í Hollandi árið 2001 og hefur síðan helgað sig tilraunakenndri kvikmyndalist og málaralist en síðastliðin ár hafa innsetningar orðið meira áberandi í listsköpun hans. Magnús notar fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað …

Magnús Helgason: RÓLON Read More »

Þórdís Erla Zoega: Hringrás

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Þórdís Erla Zoëga (1988) útskrifaðist með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2012. Að auki er hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum. Hún hefur sýnt m.a. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn, …

Þórdís Erla Zoega: Hringrás Read More »

Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Buxnadragt

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Buxnadragt er sýning á málverkum, myndasögum, þrívíðum verkum og bókum þar sem myndlistar- og tónlistarkonan Lóa H. Hjálmtýsdóttir leitast við að svara spurningunni: Hvernig er hægt að vera stórkostlegt sköpunarverk en á sama tíma svona hallærisleg manneskja með ranghugmyndir? Buxnadragtin, kvenkynsútgáfan af klassísk­um jakkafötum karla, er sett fram sem tákn um þá trú manneskjunnar, sem …

Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Buxnadragt Read More »

Frjóvgun

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Pop-up sýning úr safneign Sýningarstjóri: Zsóka Leposa

Guðrún Gunnarsdóttir & Inger-Johanne Brautaset: Hafið kemst vel af án okkar

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Hafið kemst vel af án okkar“ er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs. Okkur langar til að miðla ferðalagi ofan í og óþekkt undirdjúpin – þar sem við syndum á meðal hákarla, plantna, svifa og annarra framandi tegunda, auk plasts, sem er ný en ekki óþekkt tegund. „Hafbókin“ efir Morten Strøksnes …

Guðrún Gunnarsdóttir & Inger-Johanne Brautaset: Hafið kemst vel af án okkar Read More »

Róska

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Listakonan og aðgerðasinninn Róska var engum lík. Listin kraumaði innra með henni og undiraldan í listsköpun hennar var persónuleg, framúrstefnuleg og súrrealísk. Hún hét fullu nafni Ragnhildur Óskarsdóttir og var fædd í Reykjavík árið 1940. Róska hikaði hvergi í sköpunarferlinu og var óhrædd við að tjá sig um allt milli himins og jarðar. Hún lét …

Róska Read More »

Iðustreymi

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Gjörningaklúbburinn, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sara Björnsdóttir, og Elísabet Jökulsdóttir Aqua Maria – Gjörningaklúbburinn Í verkinu Aqua Maria er sópransöngkona í rými sem svipar til gufubaðs en eftir því sem á líður verður rýmið óræðara. Á meðan söngnum stendur myndast vatnsdropar á hári hennar og andliti, þéttast og þyngjast þangað til að þeir streyma niður andlitið. Vídeóið hverfist …

Iðustreymi Read More »

Anna Kolfinna Kuran: Yfirtaka

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði

Yfirtaka er röð gjörninga eftir Önnu Kolfinnu Kuran, þar sem markmiðið er að fylla ólík rými með kvenorku og líkömum. Kveikju verksins má rekja til vangaveltna um sýnileika kvenna í samfélaginu. Á Íslandi er ekki hægt að fullyrða að konur séu ósýnilegar eða raddlausar. En hvaða konur eru það sem við heyrum í og sjáum? …

Anna Kolfinna Kuran: Yfirtaka Read More »