Hildur Ása Henrýsdóttir: Marga hildi háð

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Hildur Ása Henrýsdóttir Sýningarstjóri er Linda Toivio Gallery Port, Reykjavík / 19. febrúar - 3. mars 2022 Opnun laugardaginn 19. febrúar frá kl. 16-18 Í Gallery Port, Laugavegi 32. Á einkasýningu sinni setur Hildur Henrýsdóttir myndlistarmaður, sem búsett er í Berlín, fram vandræðalega einhliða ástarsögu. Með því að leita persónulegrar samþykktar á öllum röngu stöðunum …

Hildur Ása Henrýsdóttir: Marga hildi háð Read More »

Í öðru húsi

Ásmundarsalur Freyjugata 41, Reykjavík

‘Í öðru húsi’ er samsýning Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur. Form sýningarinnar er híbýli. Höfundarnir draga upp vistarverur, ytri mörk og innri rými, en birta bara afmörkuð svæði. Verk höfundanna mætast í þessum senum og mynda framandlegan efnisheim sem formgerist í kunnuglegum sviðsetningum. Í verkum Hönnu Dísar, Guðlaugar Míu og Steinunnar …

Í öðru húsi Read More »

Tinna Gunnarsdóttir: Snert á landslagi – 66°05’35.2″N 18°49’34.1″W

Hafnarborg Center of Culture and Fine Art Strandgata 34, Hafnarfjörður

Á sýningunni verður sjónum beint að íslensku landslagi með það að markmiði að íhuga og endurskoða tengsl okkar mannanna við jörðina. Mannöldin er nýtt hugtak sem notað er um það jarðsögulega tímabil sem við nú búum við, þar sem áhrif mannkyns á jörðina eru orðin svo afgerandi að þau má skilgreina sem jarðfræðilegt afl. Afleiðingar …

Tinna Gunnarsdóttir: Snert á landslagi – 66°05’35.2″N 18°49’34.1″W Read More »

Melanie Clemmons: Boreal Crush Pack

Deiglan Kaupvangsstræti 23, Akureyri

Boreal Crush Pack Opnunarhóf laugardaginn 26. febrúar kl. 14 -17. Einnig opið sunnudag 27. febrúar kl. 14 – 17. Gestalistamaður Gilfélagsins Melanie Clemmons sýnir afrakstur dvalar sinnar. Stafrænir eignapakkar eða safn stafrænna skráa sem oft eru unnir í kringum ákveðið þema hafa aukist í vinsældum í tölvuleikjum eins og Fortnite og Roblox, sem og á …

Melanie Clemmons: Boreal Crush Pack Read More »

Hlynur Pálmason: Lament for a Horse

Svavarssafn Hafnarbraut 27, Höfn

Svavarssafn býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Harmljóð um hest næstkomandi laugardag, 26. febrúar, kl. 16. Hlynur Pálmason, myndlistar- og kvikmyndargerðarmaður er Hornfirðingum vel kunnur, en hann er best þekktur fyrir kvikmyndir sínar Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur. Ljósmyndaverkið Harmljóð um hest varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Verkið er …

Hlynur Pálmason: Lament for a Horse Read More »

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA!

OPEN Grandagarður 27, Reykjavík

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA! Eftir jól kemur útsala! Föstudaginn 4.mars kl. 17 – 20 opnar heljarinnar útsala með pomp og prakt í sýningarýminu Open að Grandagarði 27. Open hefur boðið stórum hópi listafólks að selja verk á þrusu afslætti og stendur útsalan yfir í lok þessa kortatímabils helgina 4. - 6 mars. Við erum að tala …

ÚTSALA! ÚTSALA! ÚTSALA! Read More »

Joe Keys: Viðsnúningur

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Með sýningu sinni „Viðsnúningur“ teflir Joe Keys fram innsetningu úr viðarskúlptúrum. Skúlptúrarnir, sem eru úr eik, notast við einfalda innrömmunartækni sem aðferðafræði við að kanna hugmyndir um virkni og málamiðlanir, þegar listhluturinn er annars vegar og hins vegar sýningarrýmið. Á tveimur veggjum gallerýsins verða þrjú innrömmuð textaverk sem undirstrika bókstaflegar tilvísanir sýningarinnar.

Ragnhildur Jóhanns: Freistingin

The Heart of Reykjavík Laugavegur 12b, Reykjavík

Frá árinu 2020 hefur Ragnhildur Jóhanns með klippimyndum sínum tekið þátt í umræðum um femínisma, kvenréttindi, OnlyFans, klámiðnað, líkama kvenna, misnotkun á konum, aðgang að konum og pornógrafíu. Í verkum hennar hafa konur verið í forgrunni og þannig er það líka á þessari sýningu. Hún fjallar um sjálfsmyndir sem konur velja sér og þær sjálfsmyndir …

Ragnhildur Jóhanns: Freistingin Read More »

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag

Listval Hólmaslóð 6, Reykjavík

Guðrún Einarsdóttir hefur skapað einstakan myndheim sem sóttur er í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Verk hennar líkjast óneitanlega landslagsmálverki, en þegar nær er komið sýna þau súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist á einstakan hátt hin gífurlega orka náttúrunnar þar sem efniviður málverksins, olían, bindi- og …

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag Read More »

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir: Arfur

Þula Hjartartorg, Laugavegur 21, Reykjavík

Í hversdeginum smyr ég mér samloku þar sem kynslóðirnar blandast saman í majonesinu og ólík tímabil mannkynssögunnar hlaðast ofan á hvert annað. Kalkúnabringa, salatblað, tómatar og ostur. Ég fæ mér bita og hugsa um ömmur mínar og afa, landflutninga, Evrópu og innflytjendur. Um gróður, mold og steingervinga, listir og sögu mannkyns.   Arfur ég fæddist …

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir: Arfur Read More »

Krot & Krass: Viðarverk

Hverfisgallerí Hverfisgata 4, Reykjavík

Tvíeykið Krot & Krass sem samanstendur af þeim Birni Loka (f. 1991) og Elsu Jónsdóttur (f. 1990) opnar einkasýningu sína sem ber titilinn Viðarverk í Hverfisgalleríi á laugardaginn. Á sýningunni verða ný skúlptúrverk sem unnin eru í rekavið og steypu. Samhliða verkunum hefur Krot & Krass unnið rannsóknarskýrslu sem gefin er út sem sérstakt bókverk. …

Krot & Krass: Viðarverk Read More »

Snorri Ásmundsson: Gaman

Portfolio Gallerí Hverfisgata 71, Reykjavík

Snorri Ásmundsson opnar listsýninguna GAMAN í Portfolio gallerí. Myndlist og gjörningur. „það er alltaf gaman hjá mér og orðið gaman er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum. Mér finnst gaman að mála og að dansa og að lifa.“

Minningar morgundagsins

Reykjanes Art Museum Duusgata 2-8, Reykjanesbær

Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022. Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, …

Minningar morgundagsins Read More »

Hákon Pálsson: Hótel Saga – Óstaður í Tíma

Gallery Port Laugavegur 32, Reykjavík

Hótel Saga: óstaður í tíma er ljósmyndaverk sem var fangað á einum degi í Júlí 2021 þegar hótelið hafði staðið autt í átta mánuði. Verkið skoðar bygginguna frá hugmyndinni um órætt rými (Liminal Space). Óræð rými eru staðir sem eru á mörkunum, staðir sem við ferðumst í gegnum, staðir milli landamæra frá einum tilgangi til …

Hákon Pálsson: Hótel Saga – Óstaður í Tíma Read More »

IMMUNE/ÓNÆM

The Living Art Museum Grandagarður 20, Reykjavík

Immune / Ónæm er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra sem fjallar um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúrunni. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum og er eitt af leiðarstefum …

IMMUNE/ÓNÆM Read More »

Úlfar Örn: Orka

Mokka Kaffi Skólavörðustígur 3A, Reykjavík

Úlfar Örn (1952) stundaði nám í auglýsingadeild MHÍ í Reykjavík og Konstfack í Stokkhólmi og lagði ávallt áherslu á myndskreytingar í námi sínu. Hann starfaði við hönnun og auglýsingagerð í mörg ár ásamt því að iðka list sína. Undanfarin ár hefur hann alfarið helgað sig myndlistinni. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið …

Úlfar Örn: Orka Read More »

Sara Riel: Destination Mars

Ásmundarsalur Freyjugata 41, Reykjavík

„Destination Mars er sjónræn geimferð frá jörðinni til Mars og aftur til baka. Listamaðurinn beitir fjölbreyttri tækni til að fjalla um grundvallarspurningar sem snerta uppruna, tilgang, siðferði og örlög. Mikilfengleiki vísindaafreka mannsins kallast á við smæð hans í geimnum. Tæknihyggja og framfaratrú mætir dulspeki og fortíðarrómantík. Geimferðir sýna okkur jörðina í nýju ljósi en afleiðingarnar …

Sara Riel: Destination Mars Read More »

Alter/Breyta

Skaftfell- Center for Visual Art Austurvegur 42, Seyðisfjörður

Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir …

Alter/Breyta Read More »

Three Rearrangements – a Commonality of Escape

Kling & Bang The Marshall House, Grandagarður 20, Reykjavík

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Three Rearrangements - A Commonality of Escape. Á sýningunni sýna listamennirnir Daníel Ágúst Ágústsson, Pétur Magnússon, Pier Yves Larouche og Richard Müller glæný verk sem unnin eru sérstaklega inn í sali Kling & Bang. Sýningin stendur til 15. maí Daníel Ágúst Ágústsson (f.1996) Umfangsmiklir skúlptúrar og innsetningar Daníels Ágústs eru …

Three Rearrangements – a Commonality of Escape Read More »

Sigga Björg Sigurðardóttir: Útjaðar

Portfolio Gallerí Hverfisgata 71, Reykjavík

Útjaðarinn, jaðar myndflatarins, jaðar augnsviðsins, jaðar hins útskýranlega og þess skynjanlega.  Jaðar hlutanna markar þá sýn er liggur til grundvallar þeirri sjónupplifun sem við höfum skilningarvit til að nema. Jaðarinn ber líka í sér þætti sem ekki eru augsýnilegir og liggja utan þeirra fimm skilningarvita sem algengast er að skilgreina mannskepnuna með. Það fer eftir …

Sigga Björg Sigurðardóttir: Útjaðar Read More »

Elísabet Olka Guðmundsdóttir: Auga mitt er lauf

Listval Hólmaslóð 6, Reykjavík

Elísabet Olka Guðmundsdóttir (f. 1979) Útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Hún hefur frá útskrift búið og starfað i Danmörku sem myndlistarkona og við myndlistakennslu. Elísabet Olka vinnur með ýmsa miðla eins og málverk, teikningu, skulptura, gips og ler. Verk eftir Elísabetu Olku hafa verið til sýnis í Þýskalandi, Danmörku, á Nýja Sjálandi og Íslandi. Vinnustofa Elísabetar …

Elísabet Olka Guðmundsdóttir: Auga mitt er lauf Read More »

Leysingar 2022

Alþýðuhúsið / Kompan Þormóðsgata 13, Siglufjörður

Föstudaginn langa 15. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið uppá sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur og tvenna tónleika. Dagskráin er hér að neðan. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og eru gestir beðnir um að sinna sóttvörnum. Tekið verður við …

Leysingar 2022 Read More »

Anna María Geirsdóttir: Wörður, vinur mínar

Mosfellsbær Art Gallery Kjarni, Þverholt 2, Mosfellsbær

Verið velkomin á sýningu Önnu Maríu Lind Geirsdóttur, Wörður, vinur mínar. Foropnun er kl. 16-18 föstudaginn 22. apríl og aðalopnun kl. 13-15 laugardaginn 23. apríl. Anna María (f. 1962) er textíllistakona með masterspróf í textíl frá Bretlandi. Í Listasal Mosfellsbæjar sýnir hún ofnar myndir af vörðum. Anna María er mikil útivistarmanneskja og ber sérstakan hlýhug …

Anna María Geirsdóttir: Wörður, vinur mínar Read More »

Lukas Bury: You Look Like a Viking

Þula Hjartartorg, Laugavegur 21, Reykjavík

Með sköpun málverka, samhliða skrifum – bæði með ytri orðræðu, en einnig á yfirborði strigans, greinir Lukas Bury menningarlegt samhengi, sögulegar frásagnir og sýndarmynd nútímans. Með notkun sérkennilegra sjónarhorna takast mótíf hans á við pólitísk viðfangsefni og lýsa innri deilum annarrar kynslóðar innflytjanda, sem varð heimsborgari eftir að hafa fæðst í vestur-evrópsku landi. Lukas stundaði …

Lukas Bury: You Look Like a Viking Read More »

Hönnunarmars – Kristín Sigurðardóttir & Flétta: Efnisheimur steinullar

Hafnarborg Center of Culture and Fine Art Strandgata 34, Hafnarfjörður

Efnisheimur steinullar er samstarfsverkefni Fléttu og Kristínar Sigurðardóttur þar sem leikið er með ólíkar leiðir til að umbreyta steinull í nýtt efni. Steinull sem fellur til við byggingarframkvæmdir er ekki endurnýtt í dag heldur send til urðunar. Hún er eitt af fáum byggingarefnum sem framleidd eru á Íslandi og er meginuppistaða hennar íslensk jarðefni. Sýningin …

Hönnunarmars – Kristín Sigurðardóttir & Flétta: Efnisheimur steinullar Read More »

Sjónmennt 2022 – nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri

Það dylst engum sem skoðar verk þeirra myndlistarmanna og hönnuða sem brautskráðir eru að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum Myndlistaskólans á Akureyri að þar eru á ferð sterkir einstaklingar sem taka fag sitt alvarlega og hagnýta sér til fulls þá reynslu sem þeir hafa öðlast. Sjálfsskoðun er mikilvæg og gerir þá kröfu til nemandans …

Sjónmennt 2022 – nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri Read More »

Útskriftarsýning

Akureyri Art Museum Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri

Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er áttunda árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér …

Útskriftarsýning Read More »

Hvar er heimili mitt / Kde je muj domov

Deiglan Kaupvangsstræti 23, Akureyri

Opnun 7. maí kl. 19:00 Opið 8. – 13. maí 2022 kl. 14 – 18 Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri Sýning tékkneskra listamanna búsettra á Íslandi Tónlistarmaðurinn Jitka Hermankova spilar tónlist við opnun sýningarinnar. „Heima er ekki þaðan sem þú ert, heldur þar sem þú finnur ljós þegar myrkvar“ Upphaf tékkneska þjóðsöngsins er spurningin hvar er …

Hvar er heimili mitt / Kde je muj domov Read More »