Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson: Ljósbrot
Listasalur Mosfellsbæjar Þverholt 2, MosfellsbærEinkasýning Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnarson, Ljósbrot, er fyrsta sýning ársins hjá Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin hefst föstudaginn 7. janúar og lýkur 4. febrúar. Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson (f. 1986) er alin upp í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem danshöfundur árið 2009, með meistarapróf í gjörningalist í almenningsrými frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og með kennsluréttindi frá Listaháskóla …