Nýtt myndlistarráð 2022 – 2025

30.08.2022
New Visual Arts Council appointed

Gerð hefur verið opinber skipun menningar- og viðskiptamálaráðherra í nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa nú síðsumars. Skipunartímabil nefndarmanna er til þriggja ára í senn, eða til 30. júní 2025.

Fyrsta verkefni ráðsins verður að sjá um síðari úthlutun úr myndlistarsjóði á árinu og var umsóknarfrestur til 22. ágúst. Auk þess að sjá um úthlutun styrkja úr myndlistarsjóði eru helstu verkefni ráðsins m.a að vera ráðherra til ráðgjafar um málefni myndlistar og stuðla að alþjóðasamstarfi og kynningu á íslenskum myndlistarmönnum.

Myndlistarráð er þannig skipað:

  • Ásdís Mercedes Spanó formaður, skipuð án tilnefningar
  • Anna Jóhannsdóttir varaformaður, tilnefnd af Listasafni Íslands
  • Margrét Elísabet Ólafsdóttir, tilnefnd af Listfræðafélagi Íslands
  • Hlynur Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna
  • Katrín Elvarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna

Varamenn eru:

  • Aðalsteinn Þórsson, skipaður án tilnefningar
  • Vigdís Rún Jónsdóttir, tilnefnd af Listasafni Íslands
  • Birkir Karlsson, tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands
  • Bjarki Bragason, tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna
  • Eygló Harðardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur