Tilvist
Bryndís Björnsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna B. Halldórsdóttir
Leiðarstef sýningarinnar er “Tilvist” og er upplifun sýnenda bæði ólík og
yfirgripsmikil. Um er að ræða samtal um sýn á tilveruna í manngerðu og
náttúrulegu umhverfi. Ákveðin togstreyta myndast á sameiginlegum snertifleti
sýningarinnar þar sem mannleg skynjun er holdgerð í gegnum tilbúna hluti. Og
upphafning náttúrunnar er smættuð inn í ramma hins tilbúna veruleika
listamannsins. Að hljómfalli sálarinnar sem sprengir upp rammann og tekur
áhorfandann í ferðalag inn í óendanleikann.
Í augnabliki umbreytingar og ferðalags, þar sem fígúratívt og abstrakt mætast.
Artists: Bryndís Björnsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna B. Halldórsdóttir