Evening stroll at 20.00 — Outdoor artworks in Laugardalur
Samsýning / Group Exhibition
Í þessari kvöldgöngu verður gengið á milli útilistaverka í Laugardalnum þar sem finna má fjölmörg útilistaverk eftir ýmsa listamenn. Viðburðurinn hefst kl. 20.00 og er upphafsstaður í garði Ásmundarsafns við Sigtún. Björk Hrafnsdóttir frá Listasafni Reykjavíkur hefur umsjón með leiðsögninni og eru gestir beðnir um að klæða sig eftir veðri.Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík Unesco standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgjast má með dagskránni á Facebook. Þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna þegar göngurnar eru í Viðey.
Artist: Samsýning / Group Exhibition