Áhugaverðasta endurlitið: Listþræðir, Listasafn Íslands

Listasafn Íslands fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta endurlitið 2022 fyrir sýninguna Listþræðir, sýningarstjórar voru Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir.

Viðurkenning fyrir Áhugaverðasta endurlitið 2021 fellur í skaut Listasafns Íslands fyrir Listþræði, yfirgripsmikla sýningu sem spannaði 60 ára tímabil, þ.e. frá 1958 til 2018. Sýnd voru 60 verk 37 myndhöfunda. Áhugavert og fjölbreytt val sýningarstjóranna Dagnýjar Heiðdal og Hörpu Þórsdóttur á textílverkum frá tímabilinu var sérlega fræðandi. Sýningin gaf gestum safnsins góða mynd af þróun listgreinar sem fram á síðari ár var nær eingöngu stunduð af konum og hefur til þessa ekki hlotið þá athygli hér á landi sem hún verðskuldar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur