Fréttir

Ráðstefna: Staða myndlistarstefnunnar

Ráðstefna: Staða myndlistarstefnunnar

Menningarráðuneytið og Myndlistarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um stöðuna á aðgerðum í stefnu um málefni myndlistar á Íslandi. Aðalgestur ráðstefnunnar er Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og fyrrum safnstjóri Þjóðarlistasafns Danmerkur og rektor Listaháskóla Danmerkur. Bogh var einnig fenginn sem erlendur sérfræðingur þegar unnið var að skýrslu um stöðu Listasafns Íslands, sem er ein af 18 aðgerðum myndlistarstefnunnar. Stefnan var sett fram í fyrra og gildir til 2030 og inniheldur átján aðgerðir. Mörgum þeirra er lokið, aðrar eru í vinnslu og á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna á þeim. Ráðstefnan er haldin í Safnahúsinu á Hverfisgötu, mánudaginn 9. desember kl. 15:00-17:00.

Dagskrá

 

Kynning

Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands

Ávarp

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra 

Aðalfyrirlesari

Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla

Menningarstefna: Endurskilgreining á söfnum í Danmörku og nýr skilningur á safnastarfi og möguleikum þess.  

 Kaffi

Kynning á myndlistarstefnunni

Dorothée Kirch, formaður verkefnahóps um gerð myndlistarstefnu og Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningarráðuneytinu

Aðgerðir Myndlistarmiðstöðvar

Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar

Aðgerðir Listasafns Íslands

Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands 

Tilkynningar
Hildigunnur Birgisdóttir & Dan Byers, ljósmynd Ugo Carmeni

Feneyjatvíæringnum 2024 lokið

Lokadagur sýningar Hildigunnar Birgisdóttur, myndlistarmanns, í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum er sunnudagurinn 24. nóvember. Sýningin, "Þetta er mjög stór tala, (Commerzbau)", hefur staðið frá 19. apríl og fengið mjög góðar viðtökur. Sýningin verður sett upp í Listasafni Íslands í febrúar á næsta ári. Hildigunnur og Dan Byers, sýningarstjóri, hafa veitt fjölda viðtala á sýningartímanum og má sjá úrval þeirra á vefsíðu Myndlistarmiðstöðvar. Meðal annars birti Louisiana safnið í Danmörku viðtal við Hildigunni á hinum vinsæla miðli sínum Louisiana Channel og CHANEL Connects tók viðtal við hana í þekktum hlaðvarpsþætti. Á þessu sjö mánaða tímabili sem sýningin hefur staðið hafa íslenskir starfsnemar, listamenn og listfræðingar, gætt sýningarinnar, skrifað greinar um áhugaverðar sýningar á tvíæringnum og miðlað þeim í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Næsti tvíæringur í myndlist verður haldinn í Feneyjum árið 2026. Undirbúningur er þegar hafinn, verið er að undirbúa kynningu á listamanninum sem tekur við kyndlinum af Hildigunni. Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 

 

Feneyjatvíæringurinn

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5