Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2018 og hafa skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Markmiðið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistamenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistamönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar.
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.
Tímaritið Myndlist á Íslandi er gefið út einu sinni á ári. Ritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist.
Sequences er haldin annað hvert ár. Sequences veitir nýjum straumum og framsækinni myndlist rými og gefur almenningi færi á að upplifa alþjóðlega samtímamyndlist á heimsmælikvarða.
Hér má nálgast viðtöl við ýmsa samtímalistamenn og úrval greina um myndlistalífið á Íslandi.
Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!
Fylgið okkur á Facebook og Instagram