En þú ert samt of brún fyrir Íslending, Melanie Ubaldo, Listasafn Íslands.

Nærri ein sýning á dag

Myndlistarmiðstöð heldur úti sýningadagatali þar sem við reynum eftir fremsta megni að skrá allar myndlistarsýningar á landinu. Árið 2024 höfum við skráð 358 sýningar í dagatalið okkar sem stappar nærri einni sýningu á dag!

Greinar og viðtöl
Jólasýningar 2024

Jólasýningarnar 2024

Að vanda setja galleríin sig í jólagírinn og bjóða upp á úrval listaverka á aðventunni. Hér er yfirlit yfir það sem við höfum komist á snoðir um - etv. eru fleiri staðir með jólasýningar og þá er um að gera að láta okkur vita!

Greinar og viðtöl

Hver hlýtur viðurkenningu fyrir útgáfu ársins?

Það er hefð fyrir því að útgefið efni um myndlist hljóti viðurkenningu þegar Íslensku myndlistarverðlaunin eru afhent ár hvert. Verðlaunin fyrir árið 2024 verða afhent í mars 2025. Fimm manna dómnefnd undir forystu formanns myndlistarráðs, sem að þessu sinni er Ásdís Spanó, fer yfir verkin og velur eitt sem hlýtur viðurkenninguna. 

Greinar og viðtöl
Ásta Fanney Sigurðardóttir, Photo: Hallvar Bugge Johnsen.

Ásta Fanney á Feneyjatvíæringinn 2026

Ásta Fanney Sigurðardóttir fer sem fulltrúi Íslands á tvíæringinn í myndlist í Feneyjum árið 2026.

Tilkynningar
Ráðstefna: Staða myndlistarstefnunnar

Ráðstefna: Staða myndlistarstefnunnar

Menningarráðuneytið og Myndlistarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um stöðuna á aðgerðum í stefnu um málefni myndlistar á Íslandi. Aðalgestur ráðstefnunnar er Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og fyrrum safnstjóri Þjóðarlistasafns Danmerkur og rektor Listaháskóla Danmerkur. Bogh var einnig fenginn sem erlendur sérfræðingur þegar unnið var að skýrslu um stöðu Listasafns Íslands, sem er ein af 18 aðgerðum myndlistarstefnunnar. Stefnan var sett fram í fyrra og gildir til 2030 og inniheldur átján aðgerðir. Mörgum þeirra er lokið, aðrar eru í vinnslu og á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna á þeim. Ráðstefnan er haldin í Safnahúsinu á Hverfisgötu, mánudaginn 9. desember kl. 15:00-17:00.

Dagskrá

 

Kynning

Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands

Ávarp

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra 

Aðalfyrirlesari

Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla

Menningarstefna: Endurskilgreining á söfnum í Danmörku og nýr skilningur á safnastarfi og möguleikum þess.  

 Kaffi

Kynning á myndlistarstefnunni

Dorothée Kirch, formaður verkefnahóps um gerð myndlistarstefnu og Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningarráðuneytinu

Aðgerðir Myndlistarmiðstöðvar

Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar

Aðgerðir Listasafns Íslands

Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands 

Tilkynningar
Hildigunnur Birgisdóttir & Dan Byers, ljósmynd Ugo Carmeni

Feneyjatvíæringnum 2024 lokið

Lokadagur sýningar Hildigunnar Birgisdóttur, myndlistarmanns, í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum er sunnudagurinn 24. nóvember. Sýningin, "Þetta er mjög stór tala, (Commerzbau)", hefur staðið frá 19. apríl og fengið mjög góðar viðtökur. Sýningin verður sett upp í Listasafni Íslands í febrúar á næsta ári. Hildigunnur og Dan Byers, sýningarstjóri, hafa veitt fjölda viðtala á sýningartímanum og má sjá úrval þeirra á vefsíðu Myndlistarmiðstöðvar. Meðal annars birti Louisiana safnið í Danmörku viðtal við Hildigunni á hinum vinsæla miðli sínum Louisiana Channel og CHANEL Connects tók viðtal við hana í þekktum hlaðvarpsþætti. Á þessu sjö mánaða tímabili sem sýningin hefur staðið hafa íslenskir starfsnemar, listamenn og listfræðingar, gætt sýningarinnar, skrifað greinar um áhugaverðar sýningar á tvíæringnum og miðlað þeim í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Næsti tvíæringur í myndlist verður haldinn í Feneyjum árið 2026. Undirbúningur er þegar hafinn, verið er að undirbúa kynningu á listamanninum sem tekur við kyndlinum af Hildigunni. Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 

 

Feneyjatvíæringurinn
Anna Jermolaewa - 1

Dansað fyrir valdaskiptum

Fulltrúi Austurríkis á Feneyjartvíæringnum í ár er listakonan Anna Jermolaewa. Hún er fædd í Sovétríkjunum árið 1970 en flúði land nítján ára gömul og kom sér fyrir í Austurríki. Ástæðan var sú að hún var einn af stofnmeðlimum stjórnarandstöðuflokks þar í landi og einn ritstjóra blaðs sem var afar gagnrýnið á ríkjandi stjórnvöld. Jermolaewa og félagar hennar blönduðust þannig í sakamál þar sem þeim var gefið að sök að ýta undir andstöðu við valdhafana og fyrir að dreifa áróðri.

Feneyjatvíæringurinn
ÍMV 2025 merki

Óskað eftir hugmyndum

Nú er hægt að leggja til hugmyndir að tilnefningum til Íslensku myndlistarverðlaunanna, sem veitt verða í áttunda skipti í mars. Leitað er eftir hugmyndum að tilnefningum fyrir myndlistarmann ársins og einnig til hvatningarverðlaunanna.

Íslensku myndlistarverðlaunin
Verk eftir Helgu Matthildi Vidarsdottur.jpg

Máttur inngildingar

Máttur inngildingar: Starfsemi Listvinnzlunnar og mikilvægi sýnileika fatlaðs listafólks

Seinustu ár hefur verið mikil framþróun þegar kemur að fjölbreytileika og aðgengi innan listheimsins sem sögulega hefur verið heldur einsleitur. Sýningarrými vestræna heimsins hafa nánast einungis verið fyllt af verkum eftir sís og gagnkynhneigða, ófatlaða hvíta karlmenn. Hugarfar þetta hefur þó verið að breytast og batna seinustu áratugi þökk sé einstaklingum og verkefnum sem hafa einbeitt sér að því að vinna að inngildingu innan listheimsins.

Greinar og viðtöl
Daria-sol-andrews

Næsti sýningarstjóri Sequences er Daría Sól Andrews

Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. – 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar.  

Sequences

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5