Ljósmyndahátíð Íslands 2025
Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð, haldin annað hvert ár, nú dagana 17.-26. janúar.
Umræðuþræðir: Yann Toma
Fyrsti gestur ársins 2025 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir er Yann Toma. Hann er franskur samtímalistamaður og rannsakandi.
Ferðastyrkir - umsóknarfrestur 1. febrúar
Myndlistarmiðstöð veitir styrki til myndlistarmanna til ferða vegna sýningahalds og vinnustofudvala utan Íslands.
Pétur Thomsen
Landnám
Samsýning / Group Exhibition
Veðrun
Samsýning / Group Exhibition
Stara
Fornar slóðir
Petra Hjartardóttir, Karen Ösp Pálsdóttir
Brynjar Gunnarsson
Borgin
Hallgrímur Árnasson
Hallgrímur Árnason | Ró & Æði
Samsýning / Group Exhibition
Among Gods and Mortals: Icelandic Artists in Varanasi
Samsýning / Group Exhibition
BÆR / the Place
Sjónavottur
Hallgerður Hallgrímsdóttir, Nina Zurier
Ragnar Kjartansson
Brúna tímabilið
Umsóknarfrestir
Myndlistarsjóður
Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun 2025 er mánudaginn 24. febrúar kl. 16:00
Myndlistarsjóður
Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun 2025 er mánudaginn 24. febrúar kl. 16:00
Ferðastyrkir
Umsóknarfrestir eru þrisvar á ári: 1. febrúar, 1. júní og 1. október
Ferðastyrkir
Umsóknarfrestir eru þrisvar á ári: 1. febrúar, 1. júní og 1. október
Künstlerhaus Bethanien
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
Künstlerhaus Bethanien
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
International Studio & Curator Program
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
International Studio & Curator Program
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
Staða starfsnema í Tallin laus til umsóknar
Borderlands Poetics: Rewilding Tongues auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsnema við Prentþríæringinn í Tallin í tvo mánuði í vor. Auglýst er eftir aðstoðarmanneskju í framleiðslu. Staðan er ætluð fólki búsettu í Finnlandi, á Íslandi eða í Wales. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Hamraborg festival 2025 - opið kall
Hamraborg kallar!
Hamraborg festival er haldin í fimmta skipti og býður listafólki af öllum sviðum að sækja um þátttöku.
Hamraborg Festival er listamannarekin hátíð sem fer fram ár hvert í hjarta Kópavogs. Í ár er hátíðin haldin dagana 29. ágúst - 5. september og umsóknarfrestur 12. febrúar kl. 15:00.
Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð – vorúthlutun 2025
Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 24. febrúar.
Ný gestavinnustofa í Alberta fylki í Kanada
Opnað hefur verið fyrir umsóknir listamanna um sex vikna dvöl í nýrri gestavinnustofu í Markeville í Alberta fylki í Kanada, fyrrum heimabæ Stephans G. Stephanssons ljóðskálds. Tekið er við umsóknum til 1. mars og tilkynnt verður um niðustöðuna 1. apríl. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu vinnustofunnar. Vinnustofan er ætluð listamönnum með íslenskar rætur eða listamönnum sem vinna að verkefnum sem tengjast Íslandi. Vinnustofan er í húsi sem nefnist the Buttermaker’s House og það er The Stephan G. Stephansson Icelandic Society ásamt the Icelandic National League of North America (INLNA) sem standa að vinnustofunni.
Ljósmyndahátíð Íslands 2025
Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð, haldin annað hvert ár, nú dagana 17.-26. janúar. Hátíðin er haldin á fjórtán sýningarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnendur hátíðarinnar eru Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen. Á vefsíðu hátíðarinnar www.tipf.is má finna dagskrá og tengla á allar sýningar og viðburði. Opnunarsýning hátíðarinnar er samsýningin Veðrun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar sýna sextán félagar í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews. Aðrar stærri sýningar fara meðal annars fram í Listasafni Íslands, þar verður samsýningin Nánd hversdagsins, í Gerðarsafni í Kópavogi opnar samsýningin Stara, í Hafnarborg í Hafnarfirði er einkasýning Helga Vignis Bragasonar - Kyrr lífsferill, í BERG Contemporary sýna Hallger´ður Hallgrímsdóttir og Nina Zurier á sýningunni Sjónarvottur og í Gallerí Port sýna Hrafn Hólmfríðarson og Þórsteinn Svanhildarson á sýningunni Sitthvoru meginvið sama borð. Aðrir sýningastaðir eru taldir hér upp og eins og fyrr segir má finna tengla á sýningarnar á vefsíðu hátíðarinnar.
Umræðuþræðir: Yann Toma
Fyrsti gestur ársins 2025 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir er franski listamaðurinn Yann Toma. Hann flytur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, fimmtudaginn 23. janúar kl. 20:00. Yann Toma er fæddur árið 1969. Hann er búsettur í París og New York þar sem hann starfar sem áheyrnarfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum.
Verk hans einblína á orku og netkerfi, auk siðfræði. Hann staðsetur verk sín og hugsun á mörkum listrænnar og borgaralegrar tjáningar og setur þau í samhengi við yfirstandandi viðburði á sviði stjórnmála og fjölmiðla.
Verk eftir Yann Toma í eigu safneigna, svo sem Centre Pompidou og Neuflize’s banka, vekja spurningar um hugmyndir um orku, áhrif listar á samfélagið og mikilvægi siðfræði. Verk hans byggja á sameiginlegum framleiðsluferlum þar sem almenningur gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa listaverkið og endurúthluta orku milli listamanns og áhorfanda. Meðal tilraunaverkefna Yann Toma sem snúa að endurúthlutun á Listrænni Orku milli listamanns og samfélags eru Dynamo-Fukushima (Grand Palais, 2011), Human Energy (Eiffel turninn, desember 2015), Human Greenergy (Forbidden City Beijing, október 2016), Planet Energy (Saatchi Gallery, 2023), Polarities (New York) & A Light-World (Paris, 2024).
Yann Toma starfar sem prófessor við Paris 1 – Panthéon-Sorbonne háskóla og stundar rannsóknir við Institute of Arts Creation Theory and Aesthetics (ACTE) við sama háskóla. Hann stýrir meistaranáminu Arts & Vision (MAVI) og er einn stjórnanda meistaranáms í list og nýsköpunarstjórnun (Skóli lista – Skóli stjórnunar). Hann er samhæfingarstjóri í fjölmörgum rannsóknarverkefnum og áheyrnarfulltrúi við Institut des Hautes Etudes par les Sciences et la Technologie (IHEST).
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í safninu.
Franska sendiráðið á Íslandi styrkir Umræðuþræði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Ferðastyrkir - umsókarfrestur 1. febrúar
Myndlistarmiðstöð veitir styrki til myndlistarmanna til ferða vegna sýningahalds og vinnustofudvala utan Íslands.
Nærri ein sýning á dag
Myndlistarmiðstöð heldur úti sýningadagatali þar sem við reynum eftir fremsta megni að skrá allar myndlistarsýningar á landinu. Árið 2024 höfum við skráð 358 sýningar í dagatalið okkar sem stappar nærri einni sýningu á dag!
Jólasýningarnar 2024
Að vanda setja galleríin sig í jólagírinn og bjóða upp á úrval listaverka á aðventunni. Hér er yfirlit yfir það sem við höfum komist á snoðir um - etv. eru fleiri staðir með jólasýningar og þá er um að gera að láta okkur vita!
Hver hlýtur viðurkenningu fyrir útgáfu ársins?
Það er hefð fyrir því að útgefið efni um myndlist hljóti viðurkenningu þegar Íslensku myndlistarverðlaunin eru afhent ár hvert. Verðlaunin fyrir árið 2024 verða afhent í mars 2025. Fimm manna dómnefnd undir forystu formanns myndlistarráðs, sem að þessu sinni er Ásdís Spanó, fer yfir verkin og velur eitt sem hlýtur viðurkenninguna.
Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!
Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!
Verkefni
Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi