Perpetual Motion

The logo of the 2022 Venice Biennale

Ævarandi hreyfing

Ævarandi hreyfing byggist á nálgun Sigurðar Guðjónssonar á orkuflæði efnislegra hluta. Í gegnum tilraunir með linsur, ljós og hreyfiafl magnar hann upp og skoðar tiltekin form og hluti og afhjúpar orku þeirra. Ofurnærmyndum af málmryki er varpað á stóran, tvískiptan skjá sem getur af sér ljóðræna skynupplifun og umbreytir rýminu í skúlptúr. Umskipti og upplausn á örkvarða birtast í verkinu á hrífandi og djúpstæðan hátt.

Biennale di Venezia 59th International Art Exhibition Icelandic Pavillon 2022

23.04.2022 – 26.11.2023

Sýningarstjóri:

Mónica Bello

Perpetual Motion

Ævarandi hreyfing, 2022 eftir Sigurð Guðjónsson

Ævarandi hreyfing er myndbandsinnsetning á tveimur sex metra flekum. Þar sést svífandi járnryk, stækkað og magnað upp með myndavélarlinsu listamannsins. Gestir geta sökkt sér ofan í hreyfingu abstrakt efnisins þegar það skekkist og afmyndast svo að til verða ný form og myndir, líkt og yfirborð á órafjarlægri plánetu. 

Í öllu höfundarverki Sigurðar ber mikið á samspili hljóðs og efnis. Verkið Ævarandi hreyfing inniheldur hljóðheim sem Sigurður og tónlistarmaðurinn Valgeir Sigurðsson hafa þróað saman, hljóðverkið fyllir upp í rými skálans, umlykur gestina þegar þeir koma inn og skapar þannig dýpri tengsl við tíðni járnryksins sem hreyfist og titrar á skjánum.  

Sigurður Guðjónsson segir: „Ég er mjög spenntur að sýna verkið Ævarandi hreyfing á Feneyjatvíæringnum. Listaverkinu er ætlað að leika á mörkin á milli raunveruleika og þess sem er falið á bakvið það sem við sjáum dags daglega, draga fram og sýna það sem er raunverulegt en yfirleitt falið handan sjónrænnar skynjunar. Markmið mitt er að skapa ljóðræna upplifun gegnum ljós, víddir og hreyfingu og með því að nota hljóð og mynd til að umbreyta rýminu á skúlptúrískan hátt.“

Sýningarstjóri íslenska skálans Mónica Bello er sýningarstjóri við CERN, evrópsku öreindafræðirannsóknarstofunnar í Genf. Þar koma saman listamenn, öreindafræðingar og verkfræðingar á einni fremstu rannsóknarstofu heims. Í vinnu sinni einbeitir hún sér að frásögninni í tækni- og vísindamenningu nútímans og hvernig listamenn koma af stað nýjum rannsóknum um fyrirbæri sem eru í deiglunni.  

Mónica Bello segir: „Það er mér mikil ánægja að vinna með Sigurði Guðjónssyni að Feneyjatvíæringinum. Hann er listamaður sem vekur forvitni og hvetur mig áfram með djúpstæðri hrifningu sinni á eðli efnis og einstöku sköpunarferli þar sem hann notar látlaust umhverfi, auðgað með hljóði og mynd. Ævarandi hreyfing beinir athygli að stöðugu flæði orku og efnis og er hylling til myndavélarinnar, sjónræns efnis, tilraunastarfsemi og skynræns rýmis.“

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur