Claire Bishop

Breski listfræðingurinn og myndlistargagnrýnandinn Claire Bishop var annar gestur og þátttakandi í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir.

Claire Bishop

Breski listfræðingurinn og myndlistargagnrýnandinn Claire Bishop er annar gestur og þátttakandi í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir.

Miðvikudaginn 21.mars flutti Claire erindi um þátttökugjörninga með vísun í verk listamannsins Santiago Sierra. Frá því á fyrri hluta 10. áratugarins hefur sú tilhneiging verið áberandi meðal gjörningalistamanna að nýta sér utanaðkomandi aðila til þátttöku í verkum sínum. Fremur en að stíga sjálfir fram (líkt og meirihluti gjörningalistamanna gerði á sjöunda áratuginum fram að lokum þess níunda) hafa listamenn tekið það upp að ráða ófaglærða aðila til að flytja eða framkvæma verkin . Með því að nýta sér aðra aðila sem beinan efnivið í eigin verkum, hefur slíkt fyrirkomulag vakið upp heitar umræður um siðferði framsetningarinnar. Í erindi sínu mun Claire tala gegn slíkum siðferðilegum vangaveltum, þar sem megináhersla er lögð á þá samfélagslegu undirstöðu sem býr að baki verkanna.

Claire Bishop hefur sinnt skrifum fyrir fjölda alþjóðlegra listtímarita á borð við Artforum, Flash Art, og October. Greinar Antagonism and Relational Aesthetics (October, 2004) og The Social Turn: Collaboration and its Discontents (Artforum, 2006) eru með áhrifameiri skrifum síðari ára sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og endurútgefnar. Einnig má nefna útgáfur á borð við Participation (MIT Press, 2006) og Installation Art: A Critical History (2005). Claire hefur einnig fengist við sýningarstjórn athyglisverðra sýninga má þar helst nefna Double Agent (ICA, London; Mead Gallery, Warwick Arts Centre; og Baltic Centre for Contemporary Art, Gateshead). Claire býr og starfar í New York. Hún er prófessor í samtímalistfræðum og sýningarstjórn við Listasögudeild CUNY Graduate Center, New York og hefur áður fengist við kennslu við Royal College of Art, London og Warwick University.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5