Didier Semin

Didier Semin flutti erindi í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, fimmtudaginn 27. september.

Didier Semin

Didier Semin flutti erindi í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, fimmtudaginn 27. september. Í erindi sínu fjallar Didier um þróun skopteikninga frá nútímanum til samtímans með vísun í verk rúmenska listamannsins Dan Perjovschi, sem nýlega opnaði sýningu í Hafnarhúsinu. Rýnt verður í teikningar Marcel Duchamp, sem birtust í tímaritum snemma á ferli hans, en í gegnum allan hans feril sést hversu mikil áhrif þær höfðu á myndhugsun og notkun hans á texta og táknum. Frá teikningum Duchamps má rekja endurtekin stef í verkum samtímalistamanna og teiknimyndasmiða á borð við Glen Baxter, David Shrigley, Jean-Michel Alberola og Dan Perjovschi.

Didier Semin hefur skrifað fjölda rita og greina um myndlist en einnig starfað sem sýningarstjóri hjá Musée de l'Abbaye Sainte-Croix og Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris. Didier hefur skipulagt ýmsar yfirlits- og þematengdar sýningar m.a. á verkum Kurt Schwitters, og L'Empreinte (Imprint), Centre Georges Pompidou í samvinnu við franska heimspekinginn Georges Didi-Huberman. Hann hefur sérstaklega fengist við teikninguna sem miðil í nútíma- og samtímamyndlist.

Upptaka af fyrirlestinum

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur