Fabrice Hyber
Gestafyrirlestur í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 3. október.
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar Gestur Umræðuþráða í október 2024 var myndlistarmaðurinn Fabrice Hyber frá Frakklandi. Hér má sjá upptöku af fyrirlestrinum. Fabrice Hyber er fæddur árið 1961 í Luçon í Vendée héraðinu í Frakklandi. Hann lagði stund á stærðfræði og eðlisfræði áður en hann hóf nám í myndlist við Fagurlistaskólann í Nantes, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1985. Fabrice Hyber lítur á höfundarverk sitt sem eitt risastórt rísóm, þar sem hvert verk er hluti af stóru heildarkerfi. Hann notar teikningar, málverk, innsetningar og myndbönd í verkum sem kanna samband manneskju og umheims í óbeisluðu samtali milli lista og vísinda og hefur meðal annars átt í samstarfi við rannsóknarstofnanir og vísindamenn á sviði líftækni, veirufræði og örverufræði. Fabrice Hyber hlaut Gullna ljónið í Feneyjum árið 1997 og hefur átt sæti í Frönsku akademíunnar síðan árið 2018. Hann var tilnefndur skógarsendiherra Skógræktarstofnunnar Frakklands árið 2021 og hefur gengt formennsku í stjórn Myndlistarmiðstöðvar Frakklands (CNAP) síðan 2022. Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.