Íslenski skálinn 2011

Libia Castro & Ólafur Ólafsson: Under Deconstruction

Sýningarstjóri: Ellen Blumenstein

Libia og Ólafur hafa beint sjónum sínum að ýmsum pólitískum, félagshagfræðilegum og persónulegum öflum sem móta samtímann. Verk þeirra hafa leitt þau til borga víða um heim og spretta oft af persónulegum samskiptum þeirra við fólk og staði og geta talist túlkun á menningu og þeim flóknu samböndum sem mynda hana.

Sýning Libiu og Ólafs á Tvíæringnum, Under Deconstruction, flettir ofan af félagshagfræðilegum málefnum samtímans, á Íslandi sem og annars staðar, með myndbandsverkum, gjörningum, skúlptúrum og hljóðverki. Sýningin samanstendur af nýjum framsetningum af síunnu verkefni þeirra, Your Country Doesn’t Exist (2003 – ), tónuðu vídeóverki, Constitution of the Republic of Iceland (2008-2011), og hljóðskúlptúrnum Exorcising Ancient Ghosts (2010), sem settur verður upp á þaki skálans.

Your Country Doesn’t Exist er herferð sem listamennirnir hófu árið 2003 í Istanbul. Verkið hefur síðan ferðast um heiminn og miðlað skilaboðunum: „Landið þitt er ekki til“ á mörgum tungumálum í gegnum ýmsa myndmiðla, svo sem auglýsingaskilti, sjónvarpsauglýsingar og veggmyndir. Í Feneyjum sýna Libia og Ólafur verkið í fjórum útgáfum.

Fyrir Tvíæringinn tóku þau upp gjörning með messósópransöngkonunni Ásgerði Júníusdóttur, þar sem hún sigldi um síkin á gondóla og söng: „Þetta er tilkynning frá Libiu og Ólafi: landið þitt er ekki til.“ Ásgerður söng þetta á fjölda tungumála en David Boato spilaði undir á trompet og Alberto Mesirca á gítar.  Textinn var saminn af myndlistarmönnunum og innihélt meðal annars frasa frá rithöfundinum og sýningarstjóranum Antonia Majaca um Your Country Doesn’t Exist verkefnið. Tónlistin er eftir íslenska tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur.  Á meðan á Tvíæringnum stendur verður vídeóinnsetning af gjörningnum sýnd í íslenska skálanum og 2. júní verður gjörningurinn settur aftur á svið á síkjum borgarinnar. Gondólinn mun þá sigla framhjá sýningarskálum annarra ríkja í Giardini di Castello og Arsenale. “Gerðu það sjálfur” málverk sem Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín málaði sem var sýnt í sendiherrabústaðnum er þriðji hluti verksins og neonskúlptúr sem á stendur „Il tuo paese non esiste“ („Landið þitt er ekki til“ á Ítölsku) sjá fjórði og verður hann settur upp framan á skálann.

Constitution of the Republic of Iceland var fyrsta verkið sem Libia og Ólafur unnu í samstarfi við tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur. Hún samdi þá tónverk við stjórnarskrá Íslands fyrir sópran- og baritónrödd, píanó, kontrabassa og blandaðan kammerkór.  Verkið var fyrst flutt opinberlega í mars 2008, sex mánuðum fyrir hrun bankakerfisins. Vídeóverkið sem er til sýnis í Feneyjum er af nýlegum flutningi verksins, sem var unninn fyrir Hafnarborg og í samstarfi við RÚV. Verkinu var tvívegis sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu, fyrst daginn eftir að nýkjörið stjórnlagaþing átti að hefja endurskoðun á íslensku stjórnarskránni. Exorcising Ancient Ghosts er hljóðverk á tveimur tungumálum sem byggir á rannsókn Libiu og Ólafs á réttindum kvenna og útlendinga í Grikklandi til forna og var sýnt í Napolí árið 2010. Verkið er innblásið af lögum sem þau fundu frá Aþenu frá því um miðja 5. öld f.Kr. þar sem borgurum Aþenu var meinað að ganga að eiga eða eiga náið samneyti við útlendinga. Libia og Ólafur störfuðu með rannsóknarteymi til að skapa áhrifamikla textaklippimynd sem er samsett úr hinum ýmsu textabrotum úr forngrískum stjórnmála-, heimspeki-, lögfræði- og bókmenntatextum. Listamennirnir settu síðan á svið tvo gjörninga þar sem tvö pör hafa samfarir og fara með textana. Fyrra parið, kona frá Napolí og maður frá Bali, fóru með textana á Ítölsku, en hitt parið var frá Nýja Sjálandi og las textana á ensku. Í Feneyjum verður verkið sett fram sem hljóðinnsetning á þaki skálans þannig að arkítektúr skálans verður hluti af verkinu. Upptökurnar verða spilaðar samtímis úr leirvasa með tveimur heyrnartólum.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5