Anna Júlía Friðbjörnsdóttir til Künstlerhaus Bethanien

20.09.2021
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda til árs vinnustofudvalar á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Dvölin stendur frá vori 2022-2023.

Vinnustofudvöldin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Phosphorus, 2021

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Phosphotos, 2021. Ljósmynd Axel Sigurðsson

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur þvert á miðla og skoðar mengið á milli vísinda og menningar í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Hún lauk MA gráðu frá Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University, 2004 og BA Fine Art gráðu frá London Guildhall University 1998. Áður stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993-95. Anna Júlía starfaði sem verkefna- og sýningarstjóri í i8 gallerí 2008-2015 og var meðstofnandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka sem var gefið út á árunum 2007-2009. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið fjórar einkasýningar á Íslandi en hún var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg. Um þessar mundir á hún verk á sýningunni Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur.

Dvölin er fjármögnuð af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Viljandi, minningarsjóði.

Styrmir Örn Guðmundsson dvaldi á vegum verkefnisins í Künstlerhaus Bethanien 2020-2021 og nú dvelur myndlistarkonan Elín Hansdóttir þar til vors 2022. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur