Áslaug Guðrúnardóttir nýr kynningarstjóri

08.08.2024

Áslaug Guðrúnardóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri hjá Myndlistarmiðstöð.  

Áslaug hefur áralanga reynslu af kynningarmálum en hún starfaði áður sem kynningar- og markaðsstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur, fréttamaður á RÚV og nú síðast sem framkvæmdastjóri samskipta, sölu – og markaðsmála hjá Þorpinu vistfélagi. 

Áslaug mun sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Myndlistarmiðstöð sem öll miða að kynningu á myndlist frá Íslandi innanlands og utan. 

Við bjóðum Áslaugu hjartanlega velkomna til starfa.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5