Auglýst eftir starfsnemum frá Eistlandi, Íslandi og Litháen

19.04.2023
Auglýst eftir starfsnemum frá Eistlandi, Íslandi og Litháen

Auglýst eftir starfsnemum í tengslum við verkefnið Borderland Poetics. Umsækjendur þurfa vera frá eða hafa lögheimili í Eistlandi, Íslandi og Litháen.

Um er að ræða launað 1-2 mánaða launað starfsnám sem aðstoðarmaður verkefnisstjóra. Starfsnámið er hugsað fyrir nemendur, og/eða einstaklinga sem nýlega hafa lokið námi, sem vilja öðlast reynslu á störfum við undirbúning og framkvæmd umfangsmikilla listviðburða.

Haustið 2023 er boðið upp tvær stöður, ein staða hjá Sequences listahátíðinni (Tallinn, Eistland og Reykjavík, Ísland) og ein staða hjá Rupert (Vilnius, Litháen). Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna 1 eða 2 mánuði í Tallinn, Reykjavík eða Vilnius.

Aðstoðarmaðurinn mun vinna náið með verkefnisstjóra og sinna fjölbreyttum verkefnum tengd sýningar- og viðburðagerð, skipulagningu og miðlun.

Verkefnið býður upp á námsstyrk upp á € 2400, auk ferðakostnaðar fram og til baka fyrir hvern þátttakanda. Þátttakendur verða sjálfir að fjármagna dvalarkostnaði.

Umsóknarfrestur er til 14. maí 2023. Allar nánari upplýsingar varðandi umsóknarferlið hér.

Borderland Poetics Research Programme er þriggja ára samvinnuverkefni á milli Myndlistarmiðstöðvar, CCA – Estonian Centre for Contemporary Art og Rupert – centre for arts, residencies and education. Markmið verkefnisins er að stuðla að frekari samvinnu milli Eistlands, Íslands og Litháen á sviði myndlistar. Titill verkefnisins er sóttur í sýninguna „Border Poetics“ sýningarstýrt af Eha Komissarov, 2018.

Verkefnið er styrkt af The Nordic Culture Point.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur