Auglýst eftir umsóknum um vinnustofudvöl við ISCP í New York

28.03.2023
International Studio Curator Program

Myndlistarmiðstöð auglýsir til umsóknar þriggja mánaða vinnustofudvöl við International Studio & Curatorial Program (ISCP) í New York. Dvölin stendur frá júní – ágúst 2024.

Boðið er upp á rúmgóða einkavinnustofu sem listamaður hefur aðgengi að allan sólarhringinn. Stofunin skipuleggur reglulegar vinnustofuheimsóknir til gestalistamanna frá sýningarstjórum og fagfólki, heimsóknir á söfn, gallerí, sýningastaði og fyrirlestra. Þau sem dvelja hjá ISCP fá aðgang að neti alþjóðlegra listamanna og sýningarstjóra. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Styrkurinn tekur til vinnustofudvalar, en ekki framfærslukostnaðar. Dvölin er fjármögnuð af Myndlistarráði.

Forval á umsóknum er í höndum Myndlistarráðs, en lokaval er í höndum fagnefndar ISCP. Umsóknarfrestur rennur út 8. maí 2023. Sækja má um hér

Vinsamlega sendið eftirfarandi gögn með umsókninni:

  • Ferilskrá, hámark 5 síður
  • 10 ljósmyndir af verkum eða hlekkir á myndbönd. Taka skal fram titil, ártal, miðil og stærð eða lengd hvers verks. Auk þess má vera stuttur texti með lýsingu á verki.
  • Ef við á má senda afrit af greinum eða gagnrýni, hámark 10 síður
  • Ef við á má senda 2-3 afrit af sýningarskám eða útgefnu efni
  • Meðmælabréf

Auglýst verður aftur eftir umsóknum í mars 2024 fyrir árið 2025. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur