Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson hlutskörpust

18.03.2022

Íslensku myndlistarverðlaunin voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn fimmtudagskvöldið 17. mars í Iðnó. Veitt voru tvenn verðlaun auk fjögurra viðurkenninga. Við óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju!

Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson sem hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2022 fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri.

Hvatningarverðlaunin hlaut hópurinn Lucky 3: Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo fyrir gjörninginn PUTI sem var á dagskrá Sequences X listahátíðarinnar haustið 2021.

Kristján Guðmundsson hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Listasafn Íslands fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta endurlitið 2021 fyrir sýninguna Listþræðir, sýningarstjórar voru Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir.

Verksmiðjan á Hjalteyri fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðustu samsýninguna 2021 fyrir sýninguna Endurómur í umsjón Olgu Bergmann og Önnu Hallin. Þá fengu Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir viðurkenningu fyrir útgáfu bókarinnar Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930–1970

Lucky 3 Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 Photo: Owen Fiene

Hvatningarverðlaunin hlaut hópurinn Lucky 3: Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo fyrir gjörninginn PUTI sem var á dagskrá Sequences X listahátíðarinnar haustið 2021.

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Listthraedir - LI

Kristján Guðmundsson hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Listasafn Íslands fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta endurlitið 2021 fyrir sýninguna Listþræðir, sýningarstjórar voru Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir.

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Kristjan Gudmundsson - Svört og hvít málverk

Kristján Guðmundsson hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Deiglumór Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir viðurkenningu fyrir útgáfu bókarinnar Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930–1970

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Enduromur - Anna Hallin

Verksmiðjan á Hjalteyri fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðustu samsýninguna 2021 fyrir sýninguna Endurómur í umsjón Olgu Bergmann og Önnu Hallin.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5