Elín Hansdóttir til Künstlerhaus Bethanien

12.02.2020
Elín Hansdóttir Kunstlerhaus Bethanien

Elin Hansdóttir Elín Hansdóttir stundaði nám við myndlistadeild Listaháskóla Íslands og lauk síðar MA gráðu frá KBH-Weissense í Berlín. Elín hefur sýnt víða, þar ber helst að nefna KW – Institute for Contempary Art í Berlín, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, i8 gallerí, Den Frie í Kaupmannahöfn og á tvíæringnum í Marrakesh. Verk Elínar byggja á skynjun manneskjunnar og upplifun hennar á umhverfi sínu. Hún notast við ýmsar aðferðir til þessa svo sem inngrip í arkitektúr eða ljósmyndir.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar gerði nýverið samkomulag við Künstlerhaus Bethanien um vinnustofudvöl íslenskra myndlistarmanna í Berlín til fimm ára.

Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974, og er ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega. Að jafnaði starfa um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina, sem býður upp á alþjóðlegt tengslanet og samstarf innan samtímalistar.

Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgang að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.

Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Dvölin er fjármögnuð af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Viljandi, minningarsjóði.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5