Ferðasýning stoppaði í Amsterdam

13.06.2023

Ferðasýningin Outside looking in, inside looking out í sýningarstjórn Heiðars Kára Rannverssonar verður á ferð og flugi um heiminn næstu tvö árin. Sýningin er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Íslandsstofu og sendiskrifstofa Íslands víða um heim og er ætlað að kynna nýja kynslóð myndlistarmanna frá Íslandi.

Í síðustu viku var Outside looking in, inside looking out til sýnis í Amsterdam á vegum sendiráðs Íslands í Brussel og næsta stopp verður í Finnlandi í haust. Fylgist með ferðalaginu og heimsækið sýninguna þegar hún staldrar við nálægt þér!

Listamenn: Una Björg Magnúsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Emma Heiðarsdóttir, Fritz Hendrik IV, Hildigunnur Birgisdóttir, Melanie Ubaldo og Styrmir Örn Guðmundsson.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5