Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2016

22.09.2016
Ásdís Sif. Myndlistarsjóður 2016.

Nýtt myndlistarráð úthlutar 15 milljónum í styrki til 39 verkefna í fyrstu úthlutun myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 131 umsókn og var sótt um alls 100,9 milljónir. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru þrettán talsins og fara þangað 7,2 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru átta einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og fimm samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,8 m.kr., þrettán styrkir að heildarupphæð 4,1 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 0,5 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og 0,4 m.kr. fara í flokkinn aðrir styrkir.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur