Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2020

27.03.2020
Blue box

Myndlistarráð úthlutar 23 millj. kr. í styrki til 65 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins 2020.

Sjóðnum bárust 181 umsókn og sótt var um í sjóðinn fyrir rúmlega 127 millj. kr.

Styrkir til sýningarverkefna eru 43 talsins að heildarupphæð 15,8 kr., þar af fara 21 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 1,5 millj. kr., hlýtur Myndhöggvarafélagið í Reykjavík fyrir Hjólið III, skúlptúrsýningu í almannarými. Auk þess hlýtur Bjarki Bragason 900.000 kr. styrk fyrir sýningu sína Þrjúþúsund og níu ár: Síðasta ísöld á vegum Listasafns ASÍ og samstarfsverkefni A-DASH í Aþenu og Kling og Bang, HEAD TO HEAD hlýtur 900.000 krónur.

Stærsta styrk til útgáfu og rannsókna hlýtur Katrín Sigurðardóttir til útgáfu bókar um eigin verk.

Þar að auki veitir myndlistarráð 7 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,6 millj. kr., 11 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 4,6 millj. kr. Fjögur verkefni hljóta styrk til annarra verkefna að upphæð samtals 1 milljón kr.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir Myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Myndlistarráð er skipað:

Helga Þorgils Friðjónssyni, formanni myndlistarráðs, Hannesi Sigurðssyni f.h. listfræðifélagsins, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Hlyni Helgasyni f.h. SÍM.

Í úthlutunarnefndum sátu: Hannes Sigurðsson, Þóranna Björnsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Dagný Heiðdal, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Orri Jónsson.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur