Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2022

07.04.2022
Auður Lóa Guðnadóttir myndlistarsjodur fyrri uthlutun 2022

Myndlistarráð úthlutar 47 milljónum í styrki til 85 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins. Sjóðnum bárust 198 umsóknir og sótt var um fyrir rúmum 221 milljónum.

Styrkir til sýningarverkefna eru 57 talsins að heildarupphæð 29.140.000 kr. Þar að auki veitir myndlistarráð 9 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 5.640.000 kr. Og í flokki útgáfu-, rannsókna- og aðrir styrkir eru 19 verkefni sem hljóta styrki að heildarupphæð 12,2 milljónir króna.

Nálgast má lista yfir allar úthlutanir og nánari upplýsingar hér.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun til myndlistarráðs.

Myndlistarráð er skipað: Helga Þorgils Friðjónssyni, formanni myndlistarráðs, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir f.h. listfræðifélagsins, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Hlyni Helgasyni f.h. SÍM.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5