Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2023

30.03.2023
Úthlutun MLS fyrri 2023 Gerðarsafn

Fyrri úthlutun myndlistarsjóðs ársins er lokið. Í þessari lotu úthlutar myndlistarráð 32 milljónum og var þeim veitt til 61 verkefnis víðsvegar á landinu og erlendis. Sjóðnum bárust 274 umsóknir, sem er tæplega 80 umsóknum fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 330 milljónum króna.

Í fyrri úthlutun myndlistarsjóðs árið 2023 hlutu 33 sýningarverkefni styrk fyrir alls 19 milljónir króna, 14 verkefni hlutu undirbúningsstyrk upp áalls 5 milljónir króna og 14 verkefni hlutu styrk upp á alls 8 milljónir króna í útgáfu-, rannsóknar og aðrir styrkir.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist 2985 umsóknir. Síðustu tíu ár hefur sjóðurinn úthlutað 540 milljónum króna, þar með talið sérstakri úthlutun vegna Covid árið 2020 upp á 57 milljónir.

Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Nikulás Stefán Nikulásson og Auður Mikaelsdóttir.

Næsti umsóknarfrestur í myndlistarsjóð er mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5