Kallað er eftir umsóknum frá íslensku myndlistarfólki fyrir 9. útgáfu af ljósmyndastefnumóti ViaSilva í Frakklandi.
Les Rencontres Photographiques de ViaSilva - „The ViaSilva Photographic Encounters“ - er listrænt framtak stofnað árið 2016 og skipulagt af samtökunum Les Ailes de Caïus, SPLA ViaSilva fyrirtækis sem sérhæfir sig í skipulagi borga og bókaforlagsins Les Editions de Juillet.
Tilgangur verkefnisins er að bjóða ljósmyndurum og listafólki árlega gestavinnustofudvöl innan ViaSilva-svæðisins, hverfis í byggingu í útjaðri Rennes í Bretagne. Þetta land, sem er sögulega landbúnaðarhérað en er nú að umbreytast hratt í þéttbýli, er dæmigert fyrir þá stækkun stórborgarsvæða sem á sér stað um allan heim.
Þátttakendur í verkefninu fá ferða-, uppihalds- og framleiðslustyrk, skipulagðar eru sýningar á verkum þeirra og þau gefin út á bók.
Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.
Nánari upplýsingar: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScNd7ayBPBbRVDRiJxQZA1ikzkrKxpHYAxZYo1QV-1v2k64-Q/viewform
Cecile veitir einnig upplýsingar - cecile.lombardie@ailesdecaius.fr