Handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021

07.04.2021
Libia Castro og Olafur Olafsson 2021

Íslensku myndlistarverðlaunin voru veitt nú í fjórða skipti í febrúar 2021 en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmann sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Hér ræða þau við Val Brynjar Antonsson um tildrög og framkvæmd verksins og listsköpun sína.

Libia Castro og Olafur Olafsson 2021

Viðtal við Libia Castro & Ólaf Ólafsson, handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021

Þá hlaut Una Björg Magnúsdóttir Hvatingarverðlaun ársins fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 16. jan. – 15. mars 2020. Hér ræðir hún sömuleiðis við Val Brynjar um verkið Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund og listsköpun sína.

Hvatningarverðlaun 2021: Una Björg Magnúsdóttir

Viðtal við Unu Björg Magnúsdóttur handhafa Hvatingarverðlaunanna

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur