Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður ársins

17.03.2023

Afhending Íslensku myndlistarverðlaunanna fór fram í sjötta skipti fimmtudaginn 16. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó.

Aðalverðlaunin féllu í skaut Hrafnkels Sigurðssonar fyrir sýninguna Upplausn í Auglýsingahléi Billboard, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Y gallerí.

Í umsögn dómnefndar kemur fram:

Verkin afhjúpa ýmislegt um skynjun okkar og skilning. Ef við skoðum eitthvað sem er langt í burtu erum við í raun að gægjast aftur í tímann: það sem er milljón ljósár í burtu birtist okkur núna eins og það var fyrir milljón árum. Ef við skoðum jörðina úr geimfari sjáum við bara stóru drættina, höf og landmassa, en ef við skoðum efnisheiminn of grannt leysist hann upp, eins og Hrafnkell sýndi okkur í verki frá 2014 þar sem hann beindi rafeindasmásjá að steinsteypu sem reynist þá alls ekki eins fast efni og við héldum. Það er mat dómnefndar að með því að nýta auglýsingaskiltin hafa Hrafnkell og fleiri opnað nýja leið til að miðla myndlist en Hrafnkell sýni líka að skiltin eru ekki bara eins og fletir til að fylla út í, heldur er hægt að nýta þau sem miðil með öllu sem tæknin býður upp á og koma skilaboðunum úr sýningarsalnum út í hversdagslegan veruleika okkar þar sem við þurfum mest á þeim að halda.

Hrafnkell Sigurðsson, Upplausn, 2022. Ljósmynd: Hrafnkell Sigurðsson. Birt með leyfi listamannsins og Hverfisgallerí.

Hvatningarverðlaunin hlaut Ásgerður Birna Björnsdóttir fyrir sýninguna Snertitaug í Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi

Tilnefningar 2023 - Ásgerður Birna Björnsdóttir - Snertitaug Ljosmynd: Vigfús Birgisson

Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Heiðursviðurkenning myndlistaráðs var veitt í þriðja sinn og var það listakonan Ragnheiður Jónsdóttir sem hlaut hana fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar myndlistar

Ragnheiður Jónsdóttir. Ljósmynd: Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir

Myndlistarráð veitti auk þess þrjár viðurkenningar

  • Viðurkenningu fyrir útgefið efni fengu Æsa Sigurjónsdóttir & Snæbjörnsdóttir/Wilson fyrir bókina Óræð lönd: samtöl í sameiginlegum víddum.
  • Viðurkenningu fyrir áhugaverðasta endurlitið hlaut Listasafn Reykjavíkur fyrir sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í sýningarstjórn Danielle Kvaran og Gunnars B. Kvaran.
  • Viðurkenning fyrir áhugaverðustu samsýninguna féll í skaut Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík fyrir sýninguna Hjólið V: Allt í góðu í sýningarstjórn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur.

Nánar er hægt að lesa um handahafa verðlaunanna á myndlistarsjodur.is

Óræð lönd: samtöl í sameiginlegum víddum. Ljósmynd: Snæbjörnsdóttir/Wilson

Erró Odelvíðátta, 1982-83. Úr safni Listasafns Reykjavíkur – Errósafn

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar: Minnismerki um gengisfellingar á níunda áratugnum, 2022. Ljósmynd: Pétur Thomsen

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur