Að vanda setja galleríin sig í jólagírinn og bjóða upp á úrval listaverka á aðventunni. Hér er yfirlit yfir það sem við höfum komist á snoðir um - etv. eru fleiri staðir með jólasýningar og þá er um að gera að láta okkur vita! Associate Gallery – Jólaóratórían Jólaóróatorían er viðburðaröð og aðventusýning á vegum Associate Gallery í samstarfi við Kokku sem ljær verkefninu húsrými á kaffihúsi sínu við Laugaveg 47. Heitið er skírskotun í Jólaoratoríuna eftir Johann Sebastian Bach sem er af mörgum talin ómissandi og hátíðlegur þáttur í aðventunni. Jólaóróatoría Associate Gallery verður ekki síður hátíðleg en í stað kóra og kirkjubekkja er boðið upp á jólaóróa og tónverk eftir 10 ólíka listamenn í fjórum þáttum.
1. desember: Pétur Eggertsson & Ýr Jóhannsdóttir 8. desember: Klemens Hannigan & Salóme Katrín 15. desember: Gunnar Gunnsteinsson & Una Björg Magnúsdóttir 22. desember: Gunnhildur Halla Ármannsdóttir & Tríó Sól
Ásmundarsalur – Jólasýningin 40 listamenn sýna verk sem flest öll voru unnin haustið 2024. Líkt og síðustu tvö ár gefur Ásmundarsalur út bók samhliða sýningunni með viðtölum og innlitum á vinnustofur listamannanna sem eru að sýna. Sýningin er opin til 23. desember
BERG Contemporary – Jólasýning Á jólasýningunni má finna samhljóm ýmissa verka eftir fimmtán listamenn tengda galleríinu, en verkin eru unnin í ýmsa miðla og endurspegla gróskulegan hugarheim sýnenda. Listamennirnir eru Bernd Koberling, Bjarni H. Þórarinsson, Dodda Maggý, Finnbogi Pétursson, Goddur, Haraldur Jónsson, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier, Katrín Elvarsdóttir, Kees Visser, Kristján Steingrímur, Páll Haukur, Sigurður Guðjónsson, Steina Vasulka og Þórdís Erla Zoëga. Sýningin stendur til og með 21. desember.
Freyjulundur, 604 Akureyri - Aðventuopnun Aðventuopnun í Freyjulundi 21.-23. desember. Opið frá 13.00 - 17.00 laugardag og sunnudag og 13.00 - 18.00 á Þorláksmessu. Ýmis verk til sýnis og sölu sem ratað gætu í jólapakka. Verk frá Jóni Laxdal, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Þóreyju Ómarsdóttur, Arnari Ómarssyni, Þórir Hermann Óskarsson og Brák Jónsdóttur. Verið velkomin í notalegheitin í sveitinni.
Fyrirbæri, Phenomenon gallerí - Peace of Art Listin og friðsemdin - samsýning listamanna og hönnuða 1.-23. desember. Opnunar tímar: fim-sun frá 15-21. Listamenn/hönnuðir eru Eva Ísleifs, Jón B. K. Ransu, Örk Guðmundsdóttir, Anton Lyngdal, Katrín Inga , Birna Daníelsdóttir, Logi Bjarnason, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Omar Thor, María Sjöfn, Lea Amiel , Guðrún Sigurðardóttir, Anna Piechura, Salvör Sólnes, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Laura Valentino, Una Gunnarsdóttir, repüp, Páll Ivan frá Eiðum og Þröstur Valgarðsson.
Gallerí Fold – Jólasýning Samsýning - 32 listamenn sýna ný verk; Aðalbjörg Þórðardóttir - Abba, Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Berglind Svavarsdóttir, Bjarni Ólafur Magnússon, Brynjar Ágústsson, Daði Guðbjörnsson, Elínborg Jóhannesdóttir Ostermann, Erró, Gísli B. Björnsson, Gyða Henningsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, Ísak Óli Sævarsson, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Karólína Lárusdóttir, Lýður Sigurðsson, Margrét E. Laxness, Margrét Soffía Björnsdóttir - Sossa, Óskar Thorarensen, Pétur Gautur, Roar Aagestad, Rósa Sigún Jónsdóttir, Snorri Ásgeirsson, Soffía Sæmundsdóttir, Þorgrímur Andri Einarsson, Þorri Hringsson, Þorsteinn Helgason, Þórunn Bára Björnsdóttir, Unnur Ýrr Helgadóttir, Víðir Mýrmann. Sýningin stendur til 22. desember.
Gallery Port – Jólagestir Jóla-samsýning í níunda skipti. Fjöldi listafólks tekur þátt, öll sömul vinir og vandamenn Portsins, og í þeim hóp má finna bæði fulltrúa grasrótarinnar í íslenskri myndlist og svo margreyndari og eldri í hettunni. Opið verður fram að jólum og munu ný verk bætast við jafnt og þétt eftir því sem á líður á aðventuna. Almennur opnunartími fyrst um sinn verður milli kl. 12-17.
Grafíksalurinn, IPA Gallery – Sjöfætlan Samsýning nokkurra nýliða í Grafíkfélaginu: Bjargey Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Hjörtur Matthías Skúlason, Jóhanna Sveinsdóttir, Rossana Silvia Schiavo, Rósmarý Hjartardóttir og Sævar Karl.
Þó að listafólk Sjöfætlunnar séu öngvir nýliðar á sviði myndlistarinnar hefur það tekið þau nokkur ár, jafnvel áratugi, að safna sér saman og staðfesta tilveru sína sem meðlimi Grafíkfélagsins einsog þau gera nú með þessari sprellfjörugu nýliðasamsýningu.
Sjöfætlan er ekki við eina fjölina felld þegar kemur að hugmyndum og úrvinnslu þeirra, enda vinnur hún í alla þá miðla sem henni sýnist og býður upp á fjölbreytta samsýningu með útsaumi, mjúkum skúlptúrum, teikningum, mál- og grafíkverkum af ýmsum stærðum og gerðum á breiðu verðbili.
Opið fim - sun kl. 14-18 frá 6.- 22. desember.
Herðubreið, Seyðisfirði – Jólasýning Listafólk: Björt Sigfinns., Elísabet Maren Guðjónsdóttir, Freyja Jó., Guðjón Harðarson, Hanna Chritsel Sigurkarlsdóttir, Harpa Einars., Haukur Óskars & Rosa, Heiðdís Hólm, Ioana Popovid, Ívar Andrésar., Katla Rut Pétursdóttir, Linus Lohmann, Pétur Kristjáns., Ra Tack, Sandra Ólafs., Tóti Ripper. Opið skv. samkomulagi.
Kompan, Alþýðuhúsið Siglufirði – Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Vinnustofusýning - akrílmálverk á endurnýttan striga, sum kláruð en önnur á vinnslustigi. Fjölbreytileiki mannsins er umfjöllunarefnið, sagan, tilfinningar, reynsla og væntingar. Sýningin er frá kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti til 17. desember. Listasalur Mosfellsbæjar - Jólalistamarkaður Verk eftir Gunnlaug Johnson arkitekt. Markaðurinn stendur til 20. desember í listasal Mosfellsbæjar.
Nýló – Jóladagatal Sýningin samanstendur af 24 skúlptúrverkum, einni jólastjörnu og einum aðventukransi. Í anda hinna klassísku jóladagatala er eitt verk afhjúpað á hverjum degi, einn gluggi opnaður inn í heim listamanns úr hinni fjölbreyttu íslensku listasenu. Jólin eru tími samveru, ljóss og friðar. Dagatalið veit það og því verður boðið upp á ýmiskonar viðburði á sýningartímanum. Á hverjum sunnudegi verður tendrað ljós á kerti í aðventukransinum samhliða afhjúpun verks. Piparkökur eru ómissandi í jólavertíðinni. 14. desember kl. 17 er hægt að mæta í safnið, skoða verk og skreyta piparkökur með ginkokteil við hönd. Kl. 19 verður besti piparkökulistarmaðurinn krýndur sigurvegari. Síðasti sýningardagurinn er 28. desember. Það er jafnframt eini dagurinn sem hægt er að sjá öll verkin. Listamenn: Anna Hrund Másdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Amanda Riffo, Atli Pálsson,Brák Jónsdóttir, Egill Logi Jónasson, Eygló Harðardóttir, Geirþrúður Einarsdóttir, Gjörningaklúbburinn, Hildigunnur Birgisdóttir, Hlökk Þrastardóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Glói , Jasa Baka, KÁHH-greining (Kata Jóhanness & Katla Björk), Magnús Helgason, Martina Priehodová, Páll Haukur, Ragnheiður Káradóttir, Ragnhildur Weisshappel, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson, Sigurrós G. Björnsdóttir, Sindri Leifsson og Una Sigtryggsdóttir. Sýningunni er stýrt af Auði Lóu Guðnadóttur & Berglindi Ernu Tryggvadóttur.
SÍM Gallery - Jólasýning Artóteksins Opið mán-fös 12-16, lau 13-17. Sýningin stendur til 21. desember.
Sláturhúsið menningarmiðstöð, Egilsstöðum – Jólasýning Samsýning austfirskra listamanna, 14.-20.des.
Port 9 - Næturblik Samsýning fimm listamanna. Julie Sjöfn Gasiglia, Megan Auður , Salka Rósinkranz, Hugo Llanes, Victoria Björk. Sýningarstjóri Sunna Dagsdóttir, grafísk hönnun Augustė Verikaitė.